Vandamálafíkn

Hef stundum velt því fyrir mér hvort að höfundar sjónvarpsþátta séu með vandamálafíkn. Svo virðist sem ekkert geti gerst í sjónvarpsþáttum nema vandamál séu til staðar. Þetta á sérstaklega við um þætti eins og Nágranna, Leiðarljós en ekki síður þætti sem eiga að vera "betri" eins og E.R., House o.fl.

Hvers vegna eru ekki fleiri þættir sem ekki ganga út á vandamál? Margir grínþættir gera grín af þessum vandamálum sem sífellt virðast herja á fólkið í slíkum þáttum. Er líf okkar virkilega svona mikið vandamál að eina sem hægt er að skrifa um eru vandamál. Hvað með gleðina? Hvað með hið góða í okkur? Hvað með að hægt er að hafa gaman af efni þar sem vandamál koma ekki fyrir?

Ég er þess fullviss að það má vel hafa gaman að horfa á efni þar sem fólk nýtur sín, gleði er í fyrirrúmi og mannlegur kærleikur skiptir öllu máli.

Lifum lífinu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband