Er gagn af lestri bóka?

Það er áleitin spurning hvort eitthvert gagn sé af lestri bóka. Bækur eru mismunandi og fjalla um ýmsa hluti, ævisögur, spennusögur, sjálfshjálp, grínbækur, ástarsögur og fleira. Tilhneiging bókalista er að taka vinsælustu bækurnar og selja enn meira af þeim. Fyrir það líða aðrar bækur sem ekki komast á listann. Ljóðabækur t.d. eiga mjög erfitt uppdráttar.

En er gagn af lestri bóka. Fljótlega sagt er gagn af fræðibókum enda til þess gerðar að fræða okkur. Gallinn er samt til staðar þar sem þær eiga það til að úreltast þannig að gömul fræðibók er ekki beint að fræða okkur alveg rétt. Sjálfshjálparbækur eru líka til þess gerðar að fræða okkur og hjálpa og þannig gera þær gagn. Vandamálið er að þessi hjálp nær oft ekki út fyrir lestur bókarinnar. Grínbækur skemmta okkur og fá okkur til að hlægja og spennusögur fá hjartað til að slá örar. Ástarsögur höfða líka til tilfinninganna en ævisögur segja okkur oft margt og geta hjálpað okkur að skilja heiminn betur. Barnabækur gera örugglega gagn því þær kenna og skemmta og þegar ég les fyrir börnin mín þá er ég viss um að þær gera gagn.

Tilefni þessa pistils er líka svokallaðar E-bækur sem gefnar eru út á netinu og blogg. Sumt af þessu fjallar um það sem er vinsælt og fólk sækist eftir. Spurningin er hversu fróðir einstaklingarnir eru um efnið í raun og veru og hvort það gagnist okkur eitthvað. Sumt gerir það en eins og oft með sjálfshjálparbækur þá er það okkar að koma því lengra en bara við lesturinn.

Niðurstaðan er að bókin er gagnleg og mun hafa hlutverk áfram um ókomna tíð og netið mun ekki yfirtaka það hlutverk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband