Trommarar sem stíga fram í sviðsljósið

Einn af fylgifiskum útgáfufyrirtækja er að splitta upp böndunum og láta hvern einstakling reyna fyrir sér. Þetta gerist með all misjöfnum árangri og oft kemur ekkert út úr því. Sem dæmi um sérútgáfur hjá hljómsveit mætti nefna Nick Cave & the Bad Seeds en þar hafa flestir hljómsveitarmeðlimir prufað sig áfram á eigin spýtur, og oft með góðum árangri.

Tilefnið núna eru samt trommarar. Eitthvernveginn sér maður bara trommarana fyrir sér bakvið settið að halda taktinn en þeir ná oft furðu vel að heilla fólk. Hefðbundin uppsetning hjá hljómsveitum er að söngvari er fremst, gítar og bassi til hliðanna, hljómborð enn lengra til hliðanna og trommur aftast í miðjunni. Eðlilega taka flestir eftir söngvaranum og gítarleikaranum því varla sést í þann sem situr bakvið trommusettið. Því kemur sú spurning upp í hugann hvort þeir hafa eitthvað annað fram að færa en taktinn?

Bogomil Font með Sigtrygg trommara Sykurmolanna í fararbroddi er þekktasta eintakið hér á landi um trommara sem meikar það sem söngvari hljómsveitar en í augnabliklikinu man ég ekki eftir öðrum. Erlendis má nefna þekkt og minna þekkt nöfn. Það stærsta er án efa Phil Collins er hann barði trommur hjá Genesis áður en hann færði sig  fremst eftir að Peter Gabriel yfirgaf hópinn. David Grohl stofnaði eigin hljómsveit, Foo Fighters, eftir að Nirvana hætti með góðum árangri. Bobby Gillespie barði trommur á fyrstu plötu Jesus & Marychain en stofnaði síðan eigin hljómsveit, Primal Scream, sem hefur gert góða hluti.

Þannig að trommarinn sem heldur taktinn lumar greinilega á ýmsu og því best að horfa á alla möguleika varðandi getu þeirra, þeir gætu nefnilega orðið aðalstjarnan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband