25.10.2007 | 12:56
Misskildir textar
Hljómsveitir lenda oft í því að textar þeirra séu misskildir og vissulega geta túlkanir verið allskonar. Það er engin ein leið að segja hvernig á að túlka texta en þó reyna flestir að hafa merkinguna nokkuð skýra.
Hljómsveitin The Jesus & Marychain lenti í því eftir útgáfu á fyrstu plötu þeirra að margir skildu ekki hvað þeir voru að segja og héldu að orðið f*** væri í öðru hverju orði. Eitthvað sem fór verulega í pirrurnar á þeim enda gáfu þeir út texta með næstu plötu sinni. Frægt er hvað Kurt Cobain í Nirvana syngur í viðlaginu í laginu Smells Like Teen spirit en þegar textinn er skoðaður á netinu þá koma ansi misjafnar útfærslur.
Erfiðasta dæmið er þó þegar hljómsveitin Pulp lenti í því að þingmaður ásakaði þá um að breiða út neyslu fíkniefna þegar lagið var reyndar ákkúrat um að neyta ekki fíkniefna. Þegar ég hlusta á textann í laginu Sorted out for E's and Wizz þá fæ ég alltaf skilaboðin um að neyta ekki eiturlyfja.
Önnur fræg dæmi eru líka lögin Perfect Day með Lou Reed sem fjallar um eiturlyfja en passar engann veginn við t.d. brúðkaup þegar tekið er tillit til textans. Annað þekkt dæmi er The One I Love með R.E.M. sem fjallar um skilnað en var allavega um tíma eitt vinsælasta brúðkaupslagið. Ég meina nær fólk ekki merkingunni: "This one goes out to the one I love. This one goes to one I left behind" sem mætti þýða: "Þetta fer til þess sem ég elska. Þetta fer til þess sem ég skildi eftir." Hvernig er hægt að skilja öðruvísi en verið sé að skilja við manneskjuna?
Man reyndar ekki eftir neinum misskilningi hjá íslenskum hljómsveitum en gaman væri að heyra um slíkt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.