27.10.2007 | 18:01
Elskum lífið!
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að eins sterka tilfinningu og við byggjum innra með okkur að við notum hana ekki meira. Að elska er sterk tilfinning sem skilur eftir sig vellíðan og fær okkur til að líða betur.
Þegar ég hugsa til þess að við notum færri vöðva til að brosa en að vera í fýlu, að um leið og við brosum þá sendum við líka vellíðan í líkama okkar sem er læknandi. Til eru margar sögur þar sem fólk hefur læknað sig af sjúkdómum með hlátrinum einum saman. Hvers vegna elskum við ekki lífið meira?
Ef við elskuðum meira fulltrúana sem við kjósum til að stjórna landi/sveitafélögum þá myndu þeir skilja að þeir haga sér eins og fífl oft á tíðum. Ef við elskuðum meira náungann þá myndum við kynnast honum og eiga skemmtilegar stundir saman. Ef við elskuðum meira þá myndum við líklega lítið pæla í veðrinu, fréttum af stríði og viðbjóði. Við myndum eyða tíma okkar í að styrkja okkur, hugsa vel til náungans og alls hins sem þarfnast sterkrar og vinalegrar tilfinningar.
Því miður eru slíkar tilfinningar ekki uppi á pallborðinu (í fjölmiðlum allavega) heldur reiði, öfund og óvinlegheit til annarra. Við getum vel hugsað hvoru megin við viljum vera en líklega verður alltaf þessi barátta til staðar. Eigið góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.