8.11.2007 | 00:32
Aðeins í dag (og alla daga) - #3 Að hirða líkamann minn
Aðeins í dag ætla ég að hirða líkamann minn. Ég ætla að þjálfa hann, fæða hann og vanrækja engann hluta hans, svo hann verði fullkomin vél, sem hlýðir mér í öllu.
Það er varla ofsagt á tímum líkamsræktar og heilsuátaks hversu mikilvægt þetta atriði er. Fæði skiptir máli en ég held að aðalatriðið er hversu sáttur þú ert við það sem þú lætur í þig, og auðvitað er allt best í hófi. Hreyfing er mikilvæg fyrir okkur öll (að standa upp frá blogginu ) og besta ráðið er að fara í göngutúra. Ganga frekar hratt í 20-30 mín (þó ekki væri nema annan hvern dag) er eitthver besta heilsuræktin sem hægt er að fá. Svo er líka að læra að hlusta á líkamann og hvílast vel. Þetta ætti nú ekki að vera svo erfitt, er það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.