9.11.2007 | 12:45
Aðeins í dag (og alla daga) - #4 Að styrkja hugann
Aðeins í dag ætla ég að styrkja hug minn og lesa eitthvað gagnlegt. Ég ætla ekki að vera andlegur slæpingi, heldur lesa eitthvað, sem krefst fyrirhafnar, hugsunar og einbeitingar.
Já þetta er ótrúlegt. Eins mikið og hægt er að lesa á netinu í dag þá ætti allavega ekki að vera erfitt að finna eitthvað gagnlegt að lesa. Það getur verið nærandi og gagnlegt að lesa skáldsögu en krefst það endilega fyrirhafnar, hugsunar eða einbeitingar. Slíkt efni er erfiðara að finna og best að blanda þessu saman í hæfilegu magni. Þeir sem eiga erfitt með að einbeita sér að lestri efnis sem krefst fyrirhafnar, hugsunar og einbeitingar þá legg ég til að þeir sæki námskeið í Hraðlestrarskólanum og nái þannig betri tökum á lestrinum.
Lesum og lærum alla ævi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.