Aðeins í dag (og alla daga) - #5 Að vera skemmtilegur

Aðeins í dag ætla ég að vera skemmtilegur. Ég ætla að vera kurteis, hrósmildur, gagnrýna engan, og hvorki finna að neinu né vanda um við neinn.

Það er varla svo erfitt að vera skemmtilegur. Við erum öll svo skemmtileg nema okkur finnst fólk mis skemmtilegt. Þetta atriði er reyndar alveg ótrúlega lítið gert af. Kurteisi er svona lala eins og við finnum vel í umferðinni. Hrósmildi er mistöm hjá fólki. Við erum ansi gjörn á að gagnrýna alla skapaða hluti og finnum líka að flestum hlutum. Góð gagnrýni felur í sér uppbyggingu en ekki bara aðfinnslur.

Sem dæmi þá ákvað einstaklingur að setja teygju um úlniðinn á sér og smella henni í hvert sinn sem hann kvartaði. Hann gafst upp eftir hálfan dag þar sem teygjan var farin að meiða hann. Annað dæmi var um einstakling sem ákvað að setja perlur í krukku þegar hann kvartaði. Krukkan fylltist mun fyrr en hann hafði gert ráð fyrir. Þessi dæmi sýna að við kvörtum mun meira en við höldum og það er vel hægt að taka á hlutum líðandi stundar án þess að kvarta yfir þeim.

Prófið nú í einn dag að vera bara skemmtileg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband