11.11.2007 | 23:43
Aðeins í dag (og alla daga) - #7 Að lifa fyrir daginn í dag
Aðeins í dag ætla ég að lifa þennan dag og reyna ekki að leysa öll vandamál mín í einu. Ég get gert margt á tólf klukkustundum, sem mig óaði við að gera daglega alla ævi.
Þetta er mjög þekkt að lifa fyrir daginn í dag og að taka einn dag í einu. Þetta er líka alveg ótrúlega öflugt því þetta minnkar kvíða með því að hugsa um stóru málin í litlum einingum. Einbeiting eykst líka við þetta og við komum meira í verk en með því að vera of upptekin af stóru myndinni.
Svo njótum dagsins með öllu því sem hann hefur upp á að bjóða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.