13.11.2007 | 00:06
Aðeins í dag (og alla daga) - #8 Að búa til dagskrá
Aðeins í dag ætla ég að búa til dagskrá. Ég ætla að skrifa það upp, sem ég býst við að gera á hverri klukkustund. Ég skrifa það upp. Það mun brynja mig gegn tveimur plágum: hroðvirkni og úrræðaleysi.
Það væri gaman að vita hversu margir skrifa niður dagskrá fyrir næsta dag. Samkvæmt könnunum þá gera ekki nema um 5% það að jafnaði. Ég er þá ekki að tala bara um í vinnunni heldur fyrir allan daginn. Ég á heldur ekki við um að vera ofskipulagður þar sem ekki má bregða út af dagskrá heldur það sem til stendur að gera. Í tímastjórnunarfræðum má sjá að ekki er mælt með að skipuleggja daginn meira en 60% svo að nóg rými sé til fyrir óvænta atburði.
Þetta hjálpar líka við einbeitinguna og gerir mann öruggari dags daglega. Þú veist hvað þú vilt og hvers þú væntir af þér í dag. Vaknar þú á morgnanna og er ánægð(ur) með daginn í gær? Ferð þú að sofa og ert ánægð(ur) með dagsverkið? Væri ekki nær að stefna að því og þakka fyrir hvern vel heppnaðan dag, og hlakka til þess næsta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.