Aðeins í dag (og alla daga) - #9 Að eiga tíma í einveru og hvíld

Aðeins í dag ætla ég að eyða hálftíma í einveru og hvíld. Á þessum hálftíma ætla ég stundum að hugsa til guðs, til að öðlast meiri innsýn í líf mitt.

Það er ótrúlega endurnærandi að hafa smá tíma út af fyrir sig. Róa sig og gera eitthvað gott fyrir sig. Winston Churchill var þekktur fyrir að vinna 16 tíma á dag og það gerði hann með því að taka tvo 20 mínútna dúra á dag. Hann vissi um mikilvægi þess að endurnærast og viðhalda fullri orku en það er ekki hægt nema að hvílast á eitthvern hátt. Best er að gera það einn og í algerum friði. 

Hér er gott blogg um mikilvægi þess að eiga sinn tíma í kyrrðarstund

Njótum stundarinnar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband