14.11.2007 | 23:43
Aðeins í dag (og alla daga) - #10 Að vera óttalaus
Aðeins í dag ætla ég að vera óttalaus; einkum ætla ég ekki að óttast að vera ánægður, að njóta þess sem fagurt er, að elska og trúa því, að þeir unni mér, sem ég elska.
Það er alveg með ólíkindum hvað við getum stjórnast af ótta. Það er eðlilegt að vera með ótta en að láta hann stjórna lífi okkar er ekki eðlilegt. Við getum gert svo miklu meira ef við stjórnum óttanum. Það er nefnilega ekkert að því að vera ánægður, njóta lífsins, að elska og hafa trú á fólki. Við gerum samt ekki nóg af því þar sem við óttumst. Hvernig væri að prófa að fara í gegnum einn dag og segja við sjálfan sig: "Ég óttast eigi" og takast þannig á við öll þau verkefni sem bíða okkar. Sjáðu hvort það breyti ekki eitthverju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.