Rödd skynseminnar

Ég er tilfinningavera en líka skynsemisvera. Hvort kemur á undan? Satt að segja þá eru fyrstu viðbrögð (sjáanleg og ekki sjáanleg) yfirleitt byggðar á tilfinningum en með því að telja upp á 10 þá kemur skynsemin. Er það endilega alltaf rétt? Í nútímasamfélagi er mikill hraði og krafist skjótra viðbragða en verður það ekki einmitt a kostnað skynseminnar. Við bregðumst út frá tilfinningum og ýtum hlutum úr vör án skynseminnar. Sagt er að við mannaráðningar, kaup á hlutum og jafnvel mjög stórar og afdrífaríkar ákvarðanir sé byggt á tilfinningum. Getur það verið satt?

Það er líka skemmtilegt að hugsa um þetta út frá svokölluðum kynslóðum. Talað er um X-kynslóð, krútt kynslóð, hippa kynslóð, baby boom kynslóð o.s.frv. Það sem þessi nöfn eiga sameiginlegt er að aldrei er talað um skynsömu kynslóðina heldur byggir kynslóðin á tilfinningu gagnvart eitthverju sem ekki er endilega skynsamlegt t.d. að vera krúttlegur. 

Er ekki kominn tími til að rödd tilfinninga fái að heyrast almennilega eins og t.d. í stjórnun fiskveiða. Þar er ákvörðun tekin út frá skynsemissjónarmiði en allar tilfinningar látnar um lönd og leið. Eins og þær skipti engu máli og hafi ekkert vægi í umræðuna. Margt af ákvörðunum sem varða almannaheill er tekið í nafni skynseminnar en hvernig er með þá sem tóku ákvörðunina? Var það gert af skynsemi eða með tilfinningum? 

Óttumst ekki tilfinningar okkar, þær hafa eitthvað að segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband