7.12.2007 | 00:33
Bestu plötur ársins 2007
Nú eru farin að birtast listar yfir plötur ársins hjá tónlistatímaritum og forvitnilegt að sjá hvað upp kemur. Listi minn spannar ekki 50 plötur eins og hjá tímaritunum en ég ætla taka saman þær plötur sem ég hef heyrt á árinu og líka þær sem ég tel að væri gaman að heyra.
Bestu plötur 2007
- A Place To Bury Strangers - A Place To Bury Strangers
Hljómsveit í anda Showgaze stefnunnar (My Bloody Valintine, Ride) en með sterk áhrif frá Jesus & Marychain og Ministry. Frábær hljómur og loksins kom fram hljómsveit sem gat komið með nýjungar inn í þessa stefnu. - Radiohead - In Rainbows
Frábær plata og stórkostleg leið að auglýsa hana. Hafa örugglega fengið fullt af peningum þrátt fyrir að aðeins helmingurinn borgi. Sjálfur borgaði fyrir niðurhalið, einfaldlega áttu það skilið fyrir uppátækið. - The National - Boxer
Þriðja plata hljómsveitarinnar og loksins féll ég fyrir henni. Minnir um margt á Tindersticks en með sinn hljóm og alveg ótrúlega góð lög - Arcade Fire - Neon Bible
Seinni plata þeirra er fáguð þægileg og öflug. Héldu vel á spöðunum og gerðu ekkert annað en að stækka. - Grinderman - Grinderman
Nick Cave safnar vinum sínum undir nýju nafni og rokkar feitt. Frábær plata en stórkostlegum lögum og sannur Nick Cave aðdáandi lætur ekki framhjá sér fara. - Lucky Soul - The Great Unwanted
Hljómsveit með 60's hljóm og söngukonu sem þarf að venjast en þetta venst alveg ótrúlega vel
Plötur sem gaman væri að heyra en hef ekki heyrt
LCD Soundsystem - Sound of Silver
Robert Wyatt - Comicopera
Beirut - The Flying Club Cup
Endurútgáfur ársins
Mikið er gefið út og erfitt að henda reiður en hæst ber:
- Joy Division - Unknown Pleasure og Closer
Einfaldlega með bestu plötum allra tíma og eru í raun tímalausar - Sonic Youth - Daydream Nations
Ekki mín uppáhaldsplata með þeim en er samt ótrúlega flott plata. Teenage Riot er lag sem ekki er hægt að fá leið á. - Triffids - In The Pines
Áströlsk hljómsveit sem fáir vita af en gaf út alveg ótrúlega góðar plötur með meiri háttar lögum á áttunda áratugnum. Bassaleikarinn fór síðar í Nick Cav & the Bad Seeds en þessi plata var tekin upp á hálfum mánuði út í sveit og ber þess vel keim. - House of Love - House of Love
Frumburðinn sem enginn vissi af hér heima það árið en við félagarnir hlustuðum á hana í ræmur sumarið 1988. - Prefab Sprout - Steve McQueen
Þessi plata hafði ákveðin stefnumótandi áhrif á hvaða tónlist ég hlustaði 1986. Það var til eitthvað annað en heyrðist í útvarpinu. Upphafslagið er alveg ótrúlega grípandi. - Dexy's Midnight Runners - Too-Rye-Ay
Á þessari plötu er smellurinn sem þeir eru þekktastir fyrir (flestir þekkja "Come on Eileen..." úr laginu Too-Rye-Ay. Hljómsveitin hefur bara svo miklu meira en bara það sem vel má heyra á plötunni. - Leonard Cohen - Songs Of Leonard Cohen
Fyrsta plata hans og kom honum á kortið. Hvert lagið öðru betra sem fær mann til að gleyma stað og stund. - Pink Floyd - The Piper At The Gates Of Dawn
Eina platan sem ég nenni að hlusta á með Pink Floyd og ber höfuð og herðar yfir allar hinar - Blondie - Eat To The Beat
Hvað er hægt að segja um skemmtilegustu popphljómsveit allra tíma - Electric Light Orghestra - Out Of The Blue
ELO var sérstök hljómsveit og lögin hafa elst vel
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.