8.12.2007 | 17:20
Hvers vegna fá vandræði í sumum löndum meiri athygli en önnur?
Var að horfa á heimildarmynd um Myanimar (Burma) áðan þar sem farið var yfir aðstæður andstæðinga herstjórnar landsins búa við. Vandamálið er stórt og lítið að breytast í landinu. Þar hefur verið herforingjastjórn síðan landið fékk sjálfstæði frá Bretum 1949 og alla tíð síðan búið við stríð og hörmungar. Viðskiptalega er lítið vitað um landið og í raun allt í steik þar að ætla mætti. Samt sem áður er fjármagn til að kaupa hergögn, bíla, bensín en líklega er það á kostnað lyfja, matar og annarra nauðsynja.
Litlar upplýsingar eru um þetta því herstjórnin virðist hafa ansi sterk tök á fjölmiðlum og upplýsingastreymi um aðstæður í landinu. Blaðamenn veigra sér við að fara þangað og heimsbyggðin virðist hafa misst áhugann á landinu. Hvers vegna fær þetta land ekki meiri athygli? Er það vegna ástandið helst óbreytt og ógnar ekki stöðugleika í þessari heimsálfu. Pólitískt hefur það fín áhrif fyrir vesturlönd sem þarf þá ekki að eyða kröftum sínum í að hafa áhrif á svæðinu. Kannski bara vitleysa í mér en þetta land er að stóru leyti ósnortið þrátt fyrir 60 miljónir íbúa þá hefur lítið verið gengið á regnskóg landsins. Landið býður upp á frábæra hluti í ferðamennsku í regnskógunum en er líklega ekki nógu ríkt af olíu og gasi til að vesturlönd nenni að eyða tíma sínum í landið.
Það eina sem ég óska er að þetta land fái sinn frið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.