13.12.2007 | 01:01
Er í lagi að opinber starfsmaður sé dónalegur?
Ég myndi segja aldrei en auvitað getur það hent alla, sérstaklega þegar aðrir eru dónalegir við þá. Ástæða þessara pælinga eru samskipti mín við Skattstofu Reykjanes en þangað er ég að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar. Þegar ég sótti um í fyrsta sinn þá var mér sagt að ég gæti sótt um á tveggja mánaða fresti og allt í góðu lagi með það. Ég sendi inn umsókn og við henni fæ ég athugasemd sem ég svara og fæ endurgreitt.
Síðan hef ég sett inn á tveggja mánaða fresti og í hvert sinn er eitthvað að, jafnvel sett út á reikninga sem ég gef ekki út og get ekkert sagt til um. Það sem síðan fyllti mælinn er að nú sótti ég um þessa endurgreiðslu í nóvember og fékk við henni athugasemd. Málið var að búið var að senda nákvæmlega eins athugasemd og það mál afgreitt. Í millitíðinni hafði síðan verið ein endurgreiðsla án þess að tiltekna athugasemd væri nefnd. Í svari mínu var bent á að ég hefði svarað áður og gæti ekki gert annað en að svara eins.
Síðan líða tíminn án þess að ég fái endurgreiðslu og ég fylgi eftir svarinu með símhringingu á Skattstofu Reykjanes. Viðmótið sem ég fæ er þurrt og að starfsmaður hafi ekki séð svarið (var sent í ábyrgðapósti og mótekið viku áður) og hún gæti ekkert sagt til um hvenær hún myndi afgreiða málið. Það væri svo mikið að gera hjá henni, háannatími. Daginn eftir hringi ég síðan aftur og þá er jafnvel enn þurrara svar og ekkert sagt til um hvenær málið yrði afgreitt. Málið hefur ekki enn verið afgreitt þrátt fyrir að svar barst fyrir hálfum mánuði en vanalega hefur verið afgreitt í sömu viku og svar berst.
Það eina sem ég fæ út úr málinu er að hún ætlar sér ekki að afgreiða málið eða allavega afgreiða það um seint og síðir. Fela sig bakvið lélegar afsakanir og gera allt til að gera mér lífið leitt. Mér er spurn hvernig opinber starfsmaður getur látið svona? Er það af því að ég kvartaði til skattstjórans? Er það af því að byggingaraðilinn er skyldur mér og það sé svo skrýtið að skyldmenni byggi saman?
Eiginlega fæ ég engann botn í þessa hegðun starfsmannsins. Opinberir starfsmenn hafa rétt til að efast um hluti og biðja um fyrirspurnir varðandi það en þeir eiga líka að þjónusta almenning. Þeirra grunur verður að fara réttar boðleiðir sem felst í að upplýsa og verða upplýstur en ekki leika eitthvern vitring sem heldur að hann hafi rétt fyrir sér.
Mér er bara spurn hvaðan fæ ég réttlætingu varðandi samskipti mín við opinberan starfsmann. Ef einkafyrirtæki kemur illa fram við mig þá tapa þeir viðskiptum við mig og tækju kvörtun mína alvarlega. Ég neyðist að leita aftur til sömu skattstofu og hlýt því að geta notað minn rétt að vera upplýstur og mega kvarta yfir ólíðandi framkomu. Vandamálið er að ég þarf að setja inn fleiri umsóknir og sami starfsmaður þarf að afgreiða málið og hvað gerist þá? Ef sama hegðun viðhelst hvert get ég þá leitað?
Það er alveg ólíðandi ástand að opinber starfsmaður ætlar að taka sér vald sem hann hefur ekki og lætur það bitna á þjónustu sem hann á að veita. Það eina sem ég get gert er að kvarta meira og ýta eftir hlutunum og vona að þeir reddist fyrr en síðar. Sem sagt algerlega ólíðandi og ég óska eftir umboðsmanni ríkisstofnanna sem hefði að markmiði að fara yfir þjónustu þessara stofnanna og setja línurnar í þjónustu.
Athugasemdir
Þessi starfsmaður er að því er virðist að brjóta stjórnsýslulög og reglugerð varðandi endurgreiðslu vsk. v/byggingavinnu (þar kemur fram að endurgreiðsla skuli afgreidd innan 14 daga). Þú ættir að kæra málið upp á næsta stjórnsýslustig (reyndu að hafa sem mest af samskiptunum við þennan óhæfa opinbera starfsmann skrifleg, ef ekki á pappír, þá í tölvupósti). Ef það stjórnsýslustig veitir þér ekki viðunandi þjónustu, þá ferðu með málið til umboðsmanns alþingis.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 01:40
Þetta er nú ekkert, þú hefur allavega leiðir til að kvarta. Þú ættir að prófa að eiga samskipti við þetta opinbera appart hér í Hollandi, þú yðrir að panta tíma til að kvarta og þú fengir örugglega þurprumpulegri svör en þú hefur fengið nú þegar.
Jón Ingvar Bragason, 13.12.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.