Annual 2007

Þegar árið líður í aldanna skaut er eðlilegt að líta yfir farinn veg og sjá hvernig gekk árið 2007. Sjálfur geri ég ekki áramótaheit sem slík en stefni að gera ákveðna hluti á næsta ári og vera sáttur við árið.

 Að mörgu leyti er ég sáttur við 2007 en eins og gengur og gerist þá gengur ekki allt upp. Sumt hefði mátt vera öðruvísi en margt var eins og til var ætlast. Þannig að persónulegum nótum þá er ég að mörgu leyti sáttur en stefni að gera enn betur 2008.

Það minnis stæðasta:

Ég náði að byggja upp hús og steypa sperrurnar en stefnan var að það yrði fokhelt í ár sem ekki náðist. Ég ferðaðist á nýjan áfangastað sem var skemmtileg tilbreyting og ég náði að lesa meira og hlusta en árið á undan.

Það besta og versta:

Tónlist:
A Place To Bury Strangers - A Place To Bury Strangers
Stórfyrirtæki loksins að vakna til lífsins og átta sig á að hægt er að selja tónlist á netinu án þess að njósna um kaupendur

Bækur:
Las  bók Richard Branson - Screw It Let's Do It sem var ansi skemmtileg. Svart á Hvítu var líka mjög góð bók.

Kvikmynd:
Sá lítið í bíó nema barnamyndir og já Bourne Ultimatum var betri en James Bond myndin. Die Hard var samt ekki nógu góð

Sjónvarp:
Meira af íslensku leiknu efni en því miður á kostnað gæða. Næturvaktin upphafin en satt að segja frekar klisjukennt handritið skyggði á góðan leik. Menningarhlutverki Ríkissjónvarpsins ekki nógu vel sinnt og m.a. sýnir Stöð 2 þátt frá Ólympíuleikum fatlaðra sem ekki var gert á Rúv. Rás 2 ætlaði ekki að borga mönnum fyrir að spila tónleika í útvarpssal. Rúv ætlaði ekki að sýna frá Sterkasti maður Íslands of fleiri þættir sýnir svo ekki verður um villst. Ríkissjónvarpið er alls ekki að sinna menningarhlutverki sínu og mikið þarf að gerast til að komast nær því.

Fréttir:
Rei málið er án efa mesta og leiðinlegasta fréttaefni 2007. Hvernig 15 borgarfulltrúum tókst að klúðra málum svona og setja á fót fáránlega atburðarás er efni en innihaldið var ansi rýrt þegar upp var staðið. Niðurstaðan var að völd skipta meira máli en hvað sé best fyrir eigendur og borgarbúa.
Fall fjárfestingafyrirtækja og vandræði var líka athyglisverðar fréttir og spennandi að sjá hvaða áhrif það mun hafa á 2008.

Markið er sett fyrir 2008 og ég ætla að njóta ársins. Hvað með þig? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband