Við erum stjórnvaldið

Það er svolítið furðulegt að lesa viðbrögð við mannréttindadómstólnum um kvótakerfið. Þar segir einn t.d. að stjórnvöld verði að hugsa sinn gang. Síðast þegar ég vissi þá erum við stjórnvaldið. Þjóðin er stjórnvaldið en það er ekki sérbákn sem við erum í stríði við.

Við sem þjóð mótum stjórnvaldið og setjum því leikreglurnar en þeir sem hugsa að stjórnvaldið sé sér fyrirbæri missa af tækifærinu að móta þetta stjórnvald sem er í raun eign þjóðarinnar. Vandamálin sem upp koma stafa ekki af stjórnvaldinu sem slíku heldur fólkinu á bakvið sem á það til að misskilja hlutverk sitt. Lýðræðið á Íslandi er samsett af löggjafavaldi (Alþingi), Framkvæmdavaldi (Stjórnsýslan) og dómsvaldi (Dómstólar).

Það sem gerist er að framkvæmdavaldið heldur að það hafi löggjafavald og/eða dómsvald. Með kvótamálið var einmitt sett reglugerð um hvernig skattheimtu skuli framfylgt sem er hlutverk löggjafavaldsins og síðan þarf dómsvaldið að skamma þá. Hef sjálfur lent í þessu hjá skattinum. Ég sendi inn löglega umsókn um endurgreiðslu en framkvæmdavaldið setur sig í dómarasæti og vill meina að eitthvað sé að og neitar að afgreiða. Málið er bara að það er ekki í höndum framkvæmdavaldsins að dæma um það. Þeirra hlutverk er að framkvæma og annarra að dæma. Þeir geta sent inn þá til dómsvaldsins til skoðunnar.

Það sama má segja um virðisaukakerfið. Allir geta sótt um að fá virðisaukanúmer en þegar hlutirnir ganga ekki upp og endurgreiðsla á að eiga sér stað þá tekur framkvæmdavaldið sér dómsvald og lokar fyrir. Sé lýðræðið í raun virkt þá ætti önnur stofnun að loka fyrir virðisaukanúmer en gefur þau. Ein stofnun framkvæmir en önnur dæmir um hvort eðlilegt sé að rekstur fái að vera áfram.

Kannski stafar þetta af fámenni okkar en samt eitthvað sem við látum viðgangast sem þjóð hvernig stjórnsýslan fer yfir strikið og tekur sér vald sem hún hefur ekki. Við breytum því ekki með væli eða vonleysi. Við breytum því með að efast um aðgerðir, tala um þær og leita réttar okkar. Því eftir allt viljum við vera lýðræðisþjóð og engin móta þjóðina nema þjóðin sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband