Hækkandi sól og sálartetrið

Hvað má segja um sálartetrið við hækkandi sól. Svo virðist sem að fólk fái meiri bjartsýni og líti hlutina öðrum augum en þegar sólin hnignandi fer.

Þannig vill hinn almenni trúa því en það geri ég ekki. Vissulega er þægilegra að hafa sólina lengur og meiri birtu en að við látum veðrið og birtu stjórna skapgerð okkar er fyrirsláttur. Þegar sól er lægst á lofti höfum við búið til hátíð sem í megindráttum í dag snýst um að eyða peningum. Hefur það ekki verri áhrif á sálartetrið?

Þeir sem eiga nóg af peningum fá samvisku yfir því að eyða í eitthvað en hefðu kannski frekar átt að eyða tíma með ástvinum. Þeir sem eiga of lítið missa sálarró yfir því að eyða of miklu. Er þetta raunin? Held ekki heldur.

Við stjórnust bara af eigin geðþótta og hvort sem sól er lágt eða hátt á lofti hefur ekkert með það að gera frekar en veðrið.

 Þess vegna er bara um að gera að fara út í snjóinn og njóta augnabliksins. Það hefur best áhrif á sálartetrið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband