Dagur væri góður sápuóperu skrifandi

Eitt mesta sjónarspil í pólitískri sögu Reykjavíkur tók enn eina óvænta stefnuna. Fjórflokka meirihluti fékk í bakið sem hann byrjaði með - að uppskera eins og þú sáir.

Vonlaust samstarf frá upphafi, enda enginn markmið eða stefna. Hver höndin upp á móti annarri og svo átti þetta að heita gott samstarf. Það segir sig sjálft að séu engin markmið þá ráfum við stefnulaust áfram í villu og svima en það er einmitt þar sem Dagur virðist vera dags daglega. Engum tengslum við raunveruleikann og allir eru vinir. Rausandi hástemmd en innihaldslaus orð liðlangan daginn.

Ég spáði því að fjórflokka meirihlutinn yrði aldrei langlífur og hann hélt þó út í 100 daga. Það hefur gengið eftir og nú spái ég að Bingi hverfi af vettvangi stjórnmála og Dagar Dags séu líka liðnir en hann muni klára kjörtímabilið og hverfa í önnur störf eftir það. Enda hvorugur að setja pólitískt mark með afgerandi hætti. Svandís er óráðin og gæti farið á hvorn veginn sem er. Mér segir samt hugur að hún muni koma best út úr þessu og viðhalda sínu pólitíska lífi.

Og þar með lauk sápuóperunni. 


mbl.is Dagur: Óvanur því að samstarfsmenn segi ekki satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband