29.1.2008 | 13:21
Stórkostlegir smáskífukóngar
Við val á hvaða tónlistaraður/hljómsveitir eru bestu smáskífuhöfundar ákvað ég að taka tillit til allra áratuga en ekki bara sú tónlist sem ég hef gaman af. Með því til hliðsjónar spannar listinn frá 6 áratugnum til dagsins í dag.
Smáskífan er að deyja út en segja má að 7" formið sé hið fullkomna plötuform (svo vitnað sé í Morrissey). Eitt frábært lag á fyrri hliðinni og uppfylling eða frábært lag hinumegin. Hvað er hægt að biðja um meira.
Fyrir Íslands hönd þá hafa smáskífur aldrei náð velgengni en helst bæri að nefna í þessu samhengi: Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Bubba, Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn. Allt tónlistarmenn sem hafa gefið út ótrúlegt magn laga sem hafa náð vinsældum.
En byrjum listann:
20. Ray Charles - átti hvern smellinn á fætur öðrum og margt gott um þá að segja.
19. Blondie - færðist frá pönki yfir í vinsældapopp án þess að missa stall enda á hljómsveitin ógrynni af góðum lögum. Hápunktur Heart of Glass
18. Beautiful South - þótt ótrúlegt megi virðast þá átti þessi hljómsveit alveg ótrúlegt magn laga sem náði inn á topp 20 í Bretlandi.
17. Supremes - þessar gellur stóðu vel fyrir sínu og síðar Diana Ross.
16. Blur - af þeim plötum sem ég hef heyrt með Blur finnst mér bara ein nógu heilsteypt. Áttu frábæra smelli og hápunkturinn var Parklife.
15. Kinks - flestir tala um Bítlana eða Rolling Stones þegar fjallað er um 7unda áratuginn. Færri hafa fylgst með Kinks en þeir eiga ógrynni frábærra laga eins og Sunny Afternoon, Waterloo Sunset o.fl.
14. New Order - eitthvernveginn tókst þeim seint að gera heilsteyptar LP plötur en smellirnir runnu af þeim. Áttu vinsælustu 12" allra tíma með Blue Monday en hápunkturinn er frá 1987 með True Faith.
13. Bananarama - Breskt tríó eins og Supremes og átti jafnmörg lög á vinsældalistum í Bretlandi og Bítlarnir. Þekktar fyrir drykkjuskap og læti en tókst samt að heilla fólk.
12. Madonna - ókrýnt drottning skemmtana iðnaðarins. Hefur farið frá litlu stelpunni yfir í dræsuna og þaðan nýjar leiðir. Alltaf kemur hún aftur og virðist eiga endalaust líf.
11. U2 - það fer enginn í grafgötur með það að þeir hafa átt þvílíkan fjölda af smellum. Sjálfum finnst mér Pride besta smáskífulagið og ekki skemmir videoið með því.
10. David Bowie - kamelljón tónlistariðnaðarins kemst auðvitað á listann. Hefur farið í ýmiss gerfi og sum hreint út sagt hörmung. En þegar vel tekst til þá er fátt sem slær honum við. Hápunktur er Changes fylgt fast á eftir með Space Oddity.
9. The Rolling Stones - þeir eiga frábærar smáskífur og sköpunargleðin frá 1968 - 1973 er ótrúleg. Alger hápunktur sem náði hámarki með Gimme Shelter.
8. The Jesus And Marychain - kannski finnst mörgum þetta skrýtið en þeir voru ótrúlega öflugir frá 1985 - 1987 með kröftugum lögum. Höfðu svo mikil áhrif á síðari tíma bönd að hún verður að vera inni. Hápunktur Never Understand.
7. Micheal Jackson - sama hver skoðun okkar er á honum þá hefur hann sent frá sér alveg ótrúlega grípandi og vinsæl lög. Markaðsmaskína í fremsta flokki.
6. R.E.M. - fjöldi smáskífna þeirra er ótrúlegur og krafturinn frá byrjun engu líkur. Hápunkturinn var 1992 þegar þeir gáfu út 6 smáskífur af sömu plötunni og ekkert þeirra lélegt. Hápunktur er auðvitað Everybody Hurts.
5. Bob Dylan - hver annar gat gefið út jafn mörg frábær lög og hann. Ekki sem einstaklingur og hápunkturinn er Like a Rolling Stones sem jafnframt er ein besta smáskífa allra tíma.
4. ABBA - eftir að hafa slegið í gegn í Eurovision þá kom þetta á færibandi. Waterloo sem hápunkturinn.
3. Elvis Presley - sá sem kom fyrstur með þvílíkt magn smáskífna og hvert lagið á fætur öðru betra. Kóngur í ríki sínu og mér finnst Always On My Mind með því besta.
2. The Beatles - það væri ekki hægt að horfa framhjá þeim enda þvílíkt magn af slögurum. Hápunkturinn er Hey Jude þó ekki væri nema fyrir þær sakir hversu langt það var.
1. The Smiths
- kannski kemur mörgum á óvart en þau 4 ár sem sveitin gaf út efni þá gaf hún út smáskífu á 3ja mánaða fresti (geri aðrir betur). Ekki nóg með það heldur vissi maður aldrei við hverju var að búast og h
ápunkturinn var 1986 - 1987. Á milli síðustu tveggja platna þeirra gáfu þeir út 4 smáskífur (ath! á þessum 2 árum gá
fu þeir út 8 smáskífur). Fyrst kom rokkarinn Panic. Eftir það kom popplagið Ask. Þá rokklag með þungarokkstakti Shoplifters of the World og endaði á rokk/popp lagi Sheila Take a Bow. Ekkert af þessum smáskífum endaði síðan á stóru plötunum sem komu út þessi ár. Þetta hefur enginn annar gert (svo ég viti) og því fá þeir titillinn smáskífukóngarnir.
Að lokum þeir sem krauma undir en komust ekki á listann:
Madness - fjöldaframleiddu smelli
Kraftwerk - eiga frábærar smáskífur
Pet Shop Boys - náðu góðu tímabili en döluðu svo
Wedding Present - fyrir þá hugmynd að gefa út smáskífu í hverjum mánuði í eitt ár. Þrekvirki sem þeir stóðu við.
Næst er hugmyndin að taka breiðskífukóngana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.