Notkun tungumálsins

Oft á tíðum er otrúlegt að fylgjast með notkun tungumáls okkar. Þegar ég ólst upp var hreinræktunarstefnan alls ráðandi og stíllinn skipti öllu máli. Fyrir um 100 árum var danska alls ráðandi í tungumálinu og menn spurðu hvort töluð var íslenska, danska eða blöndu af beggju.

Í dag er enska alls ráðandi í íslensku máli og er mjög yfirgengileg. Meira segja barnaefni sem er talsett efni verður ekki varhluta af þessu (horfið á Dóru könnuð (Dora the Explorer) því til staðfestingar). 

Málfar og stíll bloggara er líka mismunandi en verra er þegar ritstýrðir fjölmiðlar kunna ekki sitt fag. Til að mynda var fyrirsögn í Séð og heyrt um daginn: "Flutt í sundur". Ef hugsað er um merkingu orðanna þá er þetta alger merkingaleysa og alls ekki í anda íslenskra réttritunarreglna. Fólk skilur og fólk flyst í sitthvort húsið en þau sjálf eru ekki að flytja í sundur.

Örugglega væri hægt að finna fleiri dæmi en algengt í dag er að breyta íslenskri málvenju og búa til enska útgáfu af orðinu s.s. stjórnun, miðlun o.fl.

Sjálfur er ég ekki réttritunar sinni en að þröngva annarri málvenju en þekkist í íslensku máli. Hverju sem um er að kenna þá finnst mér eðlilegra að við tölum okkar mál vel heima en annað tungumál annarsstaðar. Að skipta á milli getur verið erfitt en er samt okkur í hag, önnur útkoma er bara hrognamál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband