14.2.2008 | 23:41
Áfellisdómur yfir greiningadeildum
Í hinni svokallaðri kreppu (sem er komin eða við það að koma) spá greiningadeildir öllu hinu versta nema stýrivextir verði lækkaðir sem fyrst. Seðlabankinn tekur ekki mark á þeim og ástæðan er að þessar greiningadeildir eru að spá og spekúlera en þurfa að taka ábyrgðina.
Það er ekki lengra síðan en rétt fyrir fall hlutabréfa að greiningadeildir komu og spáðu áfram haldandi hækkun. Það reyndist rangt en samt er enginn dreginn til ábyrgðar. Við fáum oft fréttir af útlendum greiningum á íslenskum fyrirtækjum þe. þegar þær eru ekki "réttar". Þá er másið og blásið að meira þurfi að gera svo "réttar" greiningar komi til.
Sjálfum finnst mér fallið núna um margt minna á netbóluna fyrir um 7 árum (sagt er að kreppa komi á 7 ára fresti). Fyrir hana óðu uppi ráðgjafar um hlutabréf sem mæltu með þessu og hinu. Svo þegar allt sprakk þá var ábyrgð þeirra engin. Sama virðist uppi á teningunum hjá greiningadeildunum. Spá og greina hitt og þetta en ábyrgðin er ekki þeirra.
Spá mín er sú að vægi greiningadeilda mun minnka í kjölfarið og menn fara að treysta á annað við spár sínar. Kreppan muni ekki koma (fyrir utan lausafjár kreppu) og við munum öll hafa þetta af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.