Kreppa eða skreppa

Margar fréttir þessa dagana fjalla um  hvernig kreppir að íslensku viðskiptalífi. Margt af því frekar illa unnið en margt til í  hversu illa margir eru staddir með lausafé. Í sjálfu sér ekkert skrýtin staðreynd þar sem það er oft fylgifiskur fyrirtækja að eiga erfitt með lausafé.

Það sem er sérstakt núna er hversu mikð bankarnir eru innvinklaðir inn í þessa lausaféþörf.

Hitt sem er athyglisvert eru viðbrögð bankanna við ástandinu. Það er eins og allir þurfi að bregðast eins við. Hvað veldur því eiginlega? Það skiptir engu hvort farið er í stóru bankana eða sparisjóði - allstaðar er sama viðhorfið. Hvernig stendur á því að lítill banki þurfi að haga sér eins og stór banki? Hvar er sérstaða bankanna til að takast á við vandann? Eru allir í nákvæmlega sama vanda?

Þjónusta byggir á að þjónustu við viðskiptavini en ekki að kreppa að öllum þótt sumir lendi í vanda. Almenningur fær að svelta fyrir óráðsíu bankanna en ekki síður þennan síflellda eltingaleik þeirra eftir hver öðrum. Einn finnur eitthvað sniðugt og hinir fylgja á eftir og þetta á við um allt í bankakerfinu. Enginn drífur sig áfram af sínum vilja heldur elta þann sem kemur með eitthvað. Kannski það sé lýsing á fákeppni, hver veit.

Það skrýtna er að í flestum atvinnuauglýsingum frá bönkunum er farið fram á sjálfstæði. Hvernig sjálfstæði er það eiginlega að gera sama og allir hinir? Eiga starfsmennirnir ekki að sýna sjálfstæði í starfi? Þetta gæfi manni tilefni til að halda að bankarnir væru duglegir að safna að sér já fólki.

Þessi kreppa er því ekkert annað en eltingaleikur á eftir öllum hinum og þannig búin til kreppa sem er lítið annað en skreppa. Þessu lýkur áður en við vitum af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Það er tvennt ólíkt samkeppni eða ekki samkeppni á milli banka og auglýsa eftir sjálfstæðum vinnubrögðum hjá starfsfólki. Íslenski markaðurinn er mjög lítill og bankarnir vita það að þú getur erfiðlega fært þig á milli banka út af lánum og öðrum sem bankarnir hafa klófest viðskiptavini sína í. Sjálfstæði í vinnubrögðum er hins vegar að ætlast til að starfsmaður sinni sínu starfi vel og samviskusamlega. Leysi þau vandamál sem koma upp og þar fram eftir götunum.

Jón Ingvar Bragason, 10.3.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sjálfstæð ákvörðun felur í sér að gera ekki eins og hinir en um það snýst einmitt málið. Þeir gera allir eins þá vantar eitthvað upp á sjálfstæðið.

Rúnar Már Bragason, 16.3.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband