Augnablikið er núna!

Var að lesa skemmtilega bók sem heitir Mátturinn í núinu. Sem fjallar um að líf okkar er núna en ekki í fortíðinni eða framtíðinni. Með því að einbeita okkur að augnablikinu og núinu þá lifum við en týnum okkur í eitthverju sem var eða verður til.

Þetta sannleikskorn virðist samt oftast fara framhjá okkur og við þurfum sífellt að minna okkur á það. Ef skoðaðar eru sjálfshjálparbækur, íhugunarbækur, trúbækur, og örugglega fleiri, þá eru þær alltaf að minna okkur á þessa staðreynd að lifa í núinu. Núna er tíminn og þaðan sækjum við kraft og sköpun. Samt viljum við hanga í fortíðinni og gera hana upp, greina og finna lausnir. Eða sjá framtíð sem verður betri en tíminn núna. Stundin er núna, ekki í gær eða á morgun.

Samkvæmt bókinn er núið þannig að enginn tími er betri en núið. Núið á sér engann tíma, enga sögu aðeins augnablikið sem gerist núna. Við könnumst öll við að eiga skemmtilegar stundir. Þegar þær gerast þá skiptir fortíð og framtíð engu máli en við njótum okkar. Þar liggur líka inntakið, við njótum okkar best ef við hugsum ekki til fortíðar eða framtíðar. Vissulega þurfum við bæði fortíð og framtíð. Málið er að við eigum að stjórna því að leita þangað en ekki láta það stjórna okkur.

Njótum augnabliksins - hamingjan byrjar núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef undanfarin ár lifað í núinu.  Gærdagurinn er búinn, morgundagurinn ókominn, núna líður mér ágætlega. Hversvegna hafa áhyggjur af því sem maður getur ekki stjórnað.  Þetta hjálpar manni að minnka stressið, eða losna við það  Ein bjartsýn

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband