16.3.2008 | 18:09
Rétt hjá kallinum
Þetta verður hörkuspenna og skemmtilegt að fylgjast með. Botnbaráttan er ekki síður skemmtileg þar sem 8 lið geta enn hæglega fallið. Baráttan um 4ja sætið virðist vera milli Liverpool og Everton. 4 lið þar á eftir keppa um 6 sætið.
Já mikið líf í ensku deildinni í vetur og spenna alveg fram í blálokin.
Held að Utd hafi þetta og vinni titillinn (hef reyndar haldið það í allan vetur). Chelsea í öðru, Arsenal í þriðja og Liverpool í 4ja.
Botnbaráttan er mun erfiðari fyrir utan að Derby er fallið þá spái ég að Fulham og Birmingham falli með þeim en til vara segi ég Bolton.
![]() |
Ferguson: Þetta verður æsileg lokabarátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.