26.3.2008 | 01:16
Vestmannaeyjar er fínn staður
Fjölskyldan tók sig til og fór til Vestmannaeyja um páskana. Leigði þar bústað og naut þess að dóla þar í rólyndum fyrir hátíðina.
Auðvitað var keyrt um eyjarnar. Stórhöfði var skoðaður og Árnahöll. Keyrt var í Herjólfsdalinn og út í hraun að skoða Gaujulund. Og loks dáðst að fegurð eyjanna.
Það er gott að koma til eyja þó vissulega geti verið erfitt að vera þar í vondum veðrum. Er það ekki bara til að maður njóti þeirra betur?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.