Skrýtnara en skáldskapur

Horfði um páskana á bíómyndina Stranger Than Fiction og varð verulega hrifinn. Bíómyndin er mjög góð og vel leikin. Sagan gengur vel fyrir sig og fær mann til umhugsunar.

Í stuttu máli þá fjallar myndin um mann sem kemst að því að hann sé hluti af sögu rithöfundar. Hann kemst af því hver höfundurinn en allar sögupersónur hennar hingað til hafa látið lífið. 

Margir myndu segja absúrb saga en í raun mjög eðlileg þegar hugsað er um að lifa í núinu. Sögupersónan lifði mjög venjubundnu lífi og að því virtist frekar innihaldslaust. Rithöfundurinn virtist ekki síður lifa innihaldslitlu lífi og fastur í venjum með skrif sín. Baráttan er að komast úr venjunni, breyta henni og gera eitthvað nýtt.

Niðurstaðan er að það er hægt en það gerist ekki með að hugsa um það, það þarf að framkvæma til þess. Sem sagt að lifa í núinu, sjá tækifærin og lifa eins mann langar til.

Kannski er það bara skrýtnara en skáldskapur. Dæmi hver fyrir sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband