Lækkun fasteignaverðs

Það er athyglisvert að fylgjast með um umræðum um lækkun húsnæðisverðs. Flestir spá um 5-10% lækkun en Seðlabankinn vill meina allt að 30% lækkun. Ljóst er að nú þegar hefur orðið lækkun þar sem fasteignaverð fylgir ekki verðbólgunni.

Ef verðbólguspár ganga eftir um 15% í árslok og fasteignaverð stendur í stað þá er ljóst að mikil raunlækkun hefur átt sér stað en þó varla í námundan við 30%. Hvað sem svo líður þá má segja að þetta sé leiðrétting á markaði sem hefur spennti sig of mikið.

Annað athyglisvert í umræðunni er ungt fólk að kaupa húsnæði. Þau 12 ár sem ég hef átt húsnæði hefur umræðan alltaf verið hversu erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði. Vissulega er það alltaf erfitt að byrja á hlutum hverjir sem þeir eru. Nú er verið að gera góðan hlut með að afnema stimpilgjald á kaupum á húsnæði í fyrst sinn. Hjálpar án efa en spurningin hvort sá gjörningur stenst sjórnarskrána að megi mismuna fólki.

Eitthversstaðar verðum við að búa en fasteign er góð fjárfesting og til lengri tíma þá skilar hún ásættanlegum arði fyrir eigendur. Notum skynsemina og látum ekki glepjast af spádómum. Eftir allt þá eru þetta spádómur en ekki sannindi og ýmsir greiningaaðilar hafa spáð hinu og þessu í uppsveiflunni en færri talað um hversu vel/illa þeim gengur að spá.

Við trúum því sem við viljum trúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband