Fákeppni neytenda

Nú virðist sá tími vera þar sem erfiðleikar eru í viðskiptalífinu. Tölum fer nú ekki alveg saman því t.d. hefur nýskráning bifreiða síst minnkað og er í raun meiri en í fyrra. Ekki bendir það til erfiðleika og þá kemur upp sú hugsun hvort í raun séu þessir erfiðleikar bundnir við ákveðið.

Allavega virðist sem að neytendur séu í fákeppni. Umtalað er í fjölmiðlum um erfiðleika og þá eiga allir í erfiðleikum. Er það bara ekki lýsing á fákeppni. Að láta aðra segja sér hvernig ástandið er og trúa að það sé þannig. Björgólfur Thor Björgólfsson lýsti því yfir í viðtali á Stöð 2 að við værum í kreppu sem gæti varað allt þetta ár og jafnvel lengur á Íslandi.  Eru þessi orð hans sönn eða bara spá. Auðvitað eru þau hans mat á ástandinu en segja samt ekki að ástandið verði svona. Hann hefur ekkert meiri spágáfur en við hin.

Staðreyndin er nefnilega sú að hann er í hringiðu þar sem skortur er á lausafé og hann finnur fyrir kreppu. Þeir sem ekki eru að fjárfesta og leita ekki eftir lausafé eru varla í kreppu? Nei og það er alveg rétt hjá Björgólfi að fjárfestar hafa verið á fylleríi og nú sé komið að skuldadögum. Það á hins vegar ekki við um almenning.

Fákeppni neytenda er því að trúa svona orðum þannig að allt líf þeirra eigi að sveiflast með þeim. Með öðrum orðum má orða það sem kreppa því trúin á að gera hlutina kemur frá manni sjálfum en ekki þeim sem lýsa ástandi.

Hættum þessu krepputali og förum að lifa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

það hefur nú víst verið eyðslufyllerí á landanum síðustu ár. Mjög margir eru að kaupa hluti á raðgreiðslum, kaupa nýja bíla sem eru kannski einum verðflokki fyrir ofan það sem það ræður við eða kaupa flatskjá sjónvarp bara af því að það lítur betur út í stofunni.

Þegar þetta er allt komið á raðgreiðslur að þá er fólk farið að velta ansi stórum bolta um hver mánaðarmót, sem fæstir ráða við og að endingu kemur að uppgjöri. Og það er það sem Björgúlfur Thor vísar til!

Jón Ingvar Bragason, 21.4.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband