16.5.2008 | 00:05
Evrutal er steypa
Það er athyglisvert á undanförnum mánuðum eftir að krónan féll hversu margir tala um að taka upp evru sem gjaldmiðil. Það sem er enn athyglisverðara er að sumir halda að hægt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópubandalagið.
Að taka upp evru er engin töfralaus og mun fyrst og fremst hagnast innfluttningsaðilum sem maka þá krókinn enn frekar. Er ekki nóg að innfluttningsaðilar noti gengið sem afsökun til að hækka verðið heldur eiga þeir líka að geta falið sig á bakvið annan gjaldmiðil til að viðhalda hárri álagningu.
Í sjálfu sér skiptir ósköp litlu máli hvaða gjaldmiðill annar er tekinn upp svo lengi sem hann hafi sterka tenginu. Til dæmis væri ekkert verra að hafa Svissneskan franka. Stöðugur gjaldmiðill með sterkt bakland. Hvers vegna þá þessi áhersla á evru?
Evrutal er steyputal. Að fela sannleikann inn í steypunni því evrutal er ekkert annað en innganga í Evrópubandalagið tal. Í anda flokks sem felur allt í málskrúði þá er eðlilegt að hann stökkvi upp þegar færi gefst og mjatlar að innleiða evru. Hvers vegna minnkar samfylkingin í skoðannakönnun þegar fylgjendum Evrópusinna fjölgar? Einfaldlega vegna þess að allt talið er steypa sem best væri að móta í knött og sparka út í hafsauga. Hættum þessum málskrúða og tölum af hreinskilni. Er umsókn um aðild að Evrópusambandinu raunhæfur kostur fyrir Íslendinga? Ekki enn en við nálgumst það mjög hratt.
Ég segi nei við evrutali.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.