Þjónustuleysi

Neytendavakt á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið lítil og að mestu snúist um verð. Neytendasamtökin eru fín samtök sem birta bæði verð og þjónustu. Dr. Gunni tók sig svo til um daginn og setti upp síðu um okur þe. mismunandi verð eftir verslunum á sömu vöru.

Allt í fínu með það en hins vegar er minna talað um þjónustu. Þar sem ég er húsbyggjandi og þarf að versla á mörgum ólíkum stöðum þá er alveg ótrúlegt að upplifa þjónustuleysið í verslunum. Það sem kemur líka á óvart er að þetta þjónustuleysi á við um alla tegund þjónustu og verslunar, ekki bara byggingariðnaðinn.

Dæmin snúast oft um hversu afskiptur viðskiptavinurinn er, eins og söluaðilinn hafi engann áhuga á viðskiptum. Samt eru þetta þekkt fyrirtæki. Ég held að þetta stafi helst af fákeppni þar sem fáir aðilar eru að versla og allir með svipað verð. Annað gæti líka verið spennan á markaðinum (dæmin eru samt eftir niðursveifluna). Í þriðja lagi má síðan nefna ónógri þjálfun starfsmanna.

Þessu öllu blandað saman gefur ekki góða raun og því miður er þetta alltof algengt. Ég óska ekki eftir betri þjónustu, ég krefst hennar því verðið sem mér er boðið býður ekki upp á annað en hágæðaþjónustu. Það er líka athyglisvert þegar borið er saman verð miðað við önnur lönd að yfirleitt er valið höfuðborg landsins. Til að mynda eru höfuðborgir hinna Norðurlandanna miklu stærri en Reykjavík. Væri ekki nær að bera saman við eitthvað svipaðra í stærð og fjær höfuðborginni, t.d. Álaborg í Danmörku, Tromsö í Noregi o.s.frv. Ef verð í Tromsö er lægra en hér þá hafa íslenskir söluaðilar enga afsökun því sé flutningskostnaður tekinn inn þá er ansi langt þangað og markaðssvæðið ekki stærra. Er þetta raunin?

Fyrir þetta verð sem okkur er boðið eigum við skilið mun betri þjónustu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála því að Neytendasamtökin eru ansi veik rödd í samfélaginu. Á móti má samt benda á að ég hef ekkert nema gott um það að segja að nota þjónustu þeirra vegna svika í vörukaupum. Hjálpuðu mér mikið og niðurstaða náðist.

Rúnar Már Bragason, 19.5.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband