5.9.2008 | 00:01
Hamingjusamur dagur
Mitt í öllu tali um "kreppu", "samdrátt" og annað í þeim dúr er skrýtið til þess að hugsa að ekki sé hægt að eiga hamingjusaman dag. Oft er svo að auðveldara virðist að fárast og amast yfir hlutunum en að sjá hamingjuna. Hversu oft eru fréttir af hamingju í fjölmiðlum? Sjaldnar en vond tíðindi.
Lög um hamingju eru líka sjaldheyrðari en sorgarlögin. Til dæmis hin frábær plata frá Beach Boys - Pet Sounds fjalla öll lögin um ástarsorgir.
Er eitthvað sem er auðveldara að samsama sig við hið raunamædda frekar en hamingju? Mér finnst það ekki og til að mynda notar maður færri vöðva til að brosa en að vera í fýlu. Í dag ætla ég að hlusta á lög um hamingju t.d. Oh happy day!, Happy, Have a Nice Day o.s.frv. og koma mér í gott skap.
Síðan ætla ég að eiga hamingjusamasta dag minn hingað til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.