6.9.2008 | 15:04
Hvernig var svo hamingjan?
Hamingjan var fín en satt að segja þá er mjög auðvelt að láta afvegleiða sig. Lincoln sagði víst að hamingja ætti ekkert skylt við ytri aðstæður, hún kæmi innan frá.
Reynsla mín af þessum degi er sú sama þegar upp er staðið. Ég ræð hvernig ég tek því sem fyrir ber. Sumt gengur upp hjá manni annað ekki og sumt er leiðinlegt annað skemmtilegt. Hamingjan mælist ekki með að fá allt í hendurnar heldur hversu vel við tökumst á við aðstæður í daglega lífinu.
Föstudagurinn var kannski ekki hamingjusamast (enda fátt ef nokkuð sem toppar það að eignast barn) en þetta var skemmtieg tilraun og fyrir mér staðfesti orð Lincolns: "Við erum eins hamingjusöm og við viljum vera."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.