21.1.2009 | 18:30
Kosningar nú þýða kosningar aftur innan 2ja ára
Það sýnir sig vel sem ég sagði í blogginu í gær um að það vantar tilfinningalega leiðtoga til að koma okkur úr ástandinu.
Kosningar leysa ekki vandann og erfitt að sjá hversu mikil endurnýjun yrði á þingmönnum. Í grunninn er samt sama viðhorf meðal stjórnmálaflokka eins og sést vel á fréttum um Framsóknarflokkinn í dag. VG eru heldur ekki eins heilagir og þeir vilja af láta. Steingrímur J verið yfir 23 ár á þingi og ekki var ráðherratíð hans eftirminnanleg. Ögmundur situr sem formaður BSRB og sem þingmaður (frekar siðlaust af mínu mati).
Vissulega eiga menn að bera þá ábyrgð og víkja. Ef kosningar skilar breyttu viðhorfi þingmanna þá væri það frábært en því miður lít ég þannig á það að þeir eru allir ofurseldir sömu vanhæfninni - að vera ekki leiðtogar.
Hver á að stjórna landinu eftir kosningar?
Spái því að erfitt verði að mynda 2ja flokka stjórn og í gegnum tíðina hafa þriggja flokka stjórnir ekki verið langlífar og lítið orðið úr verki. Þetta verður flott ástand.
Áfram Ísland!
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er örugglega miklu skárra að hafa einhverja sem vita að þeir geta ekki gert það sem þeim sýnist heldur en að sömu menn sitji áfram og líti á sig sem óhjákvæmilegt vald. Það er eins og hugarheimur sjálfstæðismannsins (hér á ég við núverandi forystu) sé þannig upp byggður að grunnforsenda lífsins sé að hann er við völd, síðan treður hann restinni af heimssýninni í gegnum þessa forsendu.
Össur I. J. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.