Síðast þegar beitt var táragasi á mótmelendur ...

... þá uppskáru þeir ekki þær niðurstöður sem þeir væntu. Ísland gekk í Nató. Nú er krafan um kosningar og spillinguna burt. Endurnýjun og nýtt Ísland.

Nú fer spurningin að snúast um hvort þetta verði nokkuð raunveruleikinn og innan fárra ára allt komið í sama farið.

Hver ætlar að tryggja nýtt Ísland? Ögmundur? Össur?

Sé því miður ekki nýtt Ísland á kortinu.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef gamlir stjórnmálamenn eiga að fara frá, þá verða allir að fara frá sama í hvaða flokki þeir eru. hvort að þeir séu í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Fannar frá Rifi, 22.1.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vonandi fylgir líka nýtt viðhorf nýju fólki, annars er ekkert unnið.

Rúnar Már Bragason, 22.1.2009 kl. 01:13

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

við skulum vona það. það ætti að boða til kosninga með nokkura mánaða fyrirvara, afnema lög um fjármál og fjárstuðning ríkisvaldsins til stjórnmálaflokka til þess að gefa nýjum stjórnmálaöflum tækifæri til jafns við þá flokka sem sitja núna á þingi á eru á spenanum.

enginn flokkur á þingi var andvígur því að vera á spenanum og taka til sín skattpeninga og engin hefur lagt það til við endurskoðun á fjárlögum að draga úr eða afnema styrki til sín. sínir hversu lítið er á bak við orð sumra stjórnmálamanna sem slá sig til riddara í fjölmiðlum í dag. 

Fannar frá Rifi, 22.1.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband