26.1.2009 | 23:18
Hver er svo ávinningur mótmælanna?
Allt sem fæst út úr mótmælunum eru flokkar sem fara í sandkassaleik fyrir kosningar og enginn lærdómur af öllu saman.
Það er ekki betur að sjá að sama fólkið ætli sér að sitja áfram á þingi, sakleysið uppmálað. Siðferðilega eru þingmenn úr öllum flokkum sem ættu að sjá sóma sinn í að hætta. Það gengur ekki upp að vera bæjarfulltrúi og þingmaður. Það gengur heldur ekki upp að vera formaður BSRB og á þingi.
Það er ekki hægt að vera í þversögn við sjálfan sig eins og kom svo bersýnilega í ljós þegar Ögmundur talaði um lögregluna. Hann getur talað í nafni þess að vera alþingismaður en hvernig ætlar hann þá að tala í nafni BSRB? Sömu þversögn kemur upp hjá þeim. Hvar ætla þeir að sitja þegar tekist er á?
Og svona til að kóróna vitleysuna þá stendur eftir sú spurning: Hvað braut Davíð Oddson af sér í starfi? Málið er að hann er opinber starfsmaður og til að reka opinberan starfsmann þarf hann að brjóta af sér í starfi. Ef ekki liggur fyrir efnisleg áminning á störf embættismann þá er ekki hægt að reka hann. Í öðru lagi þarf fyrst að áminna starfsmann og hann síðan að brjóta af sér aftur til að vera rekinn. Ég bið því eitthvern að lýsa fyrir mér hvað það var efnislega í störfum hans (ekki hvað hann sagði) sem hann braut af sér og hinir tveir líka (þeir sögðu fátt en eiga samt að fjúka eins og Davíð).
Annaðhvort þarf að leysa þetta vandamál eða breyta lögunum t.d. með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.
Þetta ætti Ögmundur vel að vita og allir hinir þingmennirnir líka. Vonandi vita flestallir þingmenn að þeirra tími er liðinn og stíga til hliðar. Þetta á við um alla flokka. Annars er ekkert unnið með mótmælunum.
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða hvaða..... stjórnin er fallin
Viðskiptráðherra sagði af sér
FME stjórnin og forstjórinn að fara
Seðlabankastjóri og stjórn á leið út
.....verða kosningar í vor
Hvað meinarðu hverju skiluðu mótmælin?
Búin að hafa mikil áhrif og ekki síst þau að Íslendingar hafa lært að þeir geti haft áhrif og munu gera það áfram
Heiða B. Heiðars, 26.1.2009 kl. 23:53
Það hefur engin viðhorfsbreyting orðið. Ingibjörg Sólrún hættir ekki og situr áfram eins og fleiri ráðherrar samfylkingar. Á þessari stundu lítur út fyrir að fullt af þingmönnum ætli að bjóða sig aftur fram í hvaða flokki sem þeir eru.
Það sem ég er að benda á að skammvinnur árangur er sjáanlegur en alls óljóst með langtíma ávinning.
Rúnar Már Bragason, 27.1.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.