10.3.2009 | 01:04
Sandkassaleikur
Vil helst ekki gefa einn en það er samt það minnsta.
Þessi sandkassaleikur þingmanna er algerlega ólíðandi. Heimilin, fyrirtækin og þjóðin brennur en það er hægt að karpa um allt og ekkert.
Gullfiskaminni stjórnarflokkanna sem gátu haldið þvílíku málþófi hér áður en slíkt að ekki geta þeir þolað að notað sé sami leikur á þá. Best væri að senda allt liðið á leikskóla, það kæmi kannski meira frá þeim.
Þið fengjuð ef flokkarnir tækju sig saman og mynduðu þjóðstjórn eftir kosningar með óflokksbundin forsætisráðherra. Þar með datt ég út því ég studdi föður minn í gamla daga í prófkjöri sjallanna og þeir eru ekkert að taka mig af skrá þrátt fyrir ítrekaða beiðni um það.
Hvað um það en það er alveg augljóst mál að alþingismenn og flokkarnir eru allskostar óhæfir í að stjórna landinu, allavega að setja það sem skiptir höfuð máli í forgang og skiptir þá engu máli hvaða flokkar eru í stjórn.
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.