14.4.2009 | 16:51
Kjósum ekki - sitjum heima
Réttast væri fyrir þjóðina að mæta ekki á kjörstað og kjósa ekki. Ef meirihluti þjóðarinna mætir ekki á kjörstað hlýtur það að vera skilaboð um þjóðstjórn, sem er hið eina rétta í stöðunni núna.
Það er alveg ljóst að alþingismenn ráða engann veginn við ástandið. Þeir karpa í mál sem skipta þjóðina máli en líka um mál sem skipta þjóðina engu máli. Eftir situr þjóðin milli vonar og ótta og bíður eftir aðgerðum sem ekki koma. Á næsta þingi geta þingmenn síðan eytt tíma sínum í að bæta stjórnlögin og læra að þeir eiga að hlutverk þeirra er að þjóna þjóðinni en ekki öfugt. Vanvirðing alþingismanna og stjórnarinnar gagnvart almenningi er alger og til háborinnar skammar.
KJÓSUM EKKI
Stefnir í sigur málþófsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vildi óska þess að þetta virkaði. Láttu þig dreyma að VG og S skilji úr þessu. Fyrr frýs í helvíti.
Freyr (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:20
Kosningar eru bara tálsýn, óviðeigandi breyta sem lætur okkur halda að við höfum einhver völd. Það væri frábært ef maður gæti losnað undan kúguninni með því eina að sleppa því að kjósa, en það þarf miklu meira.
Meirihlutinn kýs ekki i kosningum til stúdentaráðs, samt sitjum við stúdentar uppi með vanhæft og spillt stúdentaráð. Í gamla daga var það líka þannig að aðeins lítill minnihluti ríkra manna kaus, að kjósa ekki væri afturhvarf til þeirra tíma (sam þó væri skref framávið).
Viljurðu breytingar er ég ansi hræddur um að aðgerðirnar þurfi að vera örlítið róttækari en að kjósa ekki, kannski eitthvað á borð við hústökur, hávaðamótmæli, en fyrst og fremst, neita að taka þátt í kerfi kúgarans, og koma í veg fyrir að aðrir geri það.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.