Túlkun skoðannakannanna

Það er alveg sér kapituli hvernig skoðannakannanir eru túlkaðar í fjölmiðlun.  Hélt nú að blaðamenn hefðu þekkingu á skoðannakönnunum og hvað þær væru að segja.

Svo virðist alls ekki vera. 

Það sem má túlka úr þessari könnun er að VG sé að bæta við sig frá síðustu könnun en Samfylkingin dalar. Sjálfstæðisflokkurinn dalar líka en önnur framboð bæta við sig. Með öðrum orðum þá er hreyfing á fylgi flokkanna og lítið hægt að túlka að þetta verði niðurstaða kosninga.

Það sem síðan má bæta við er hversu hátt hlutfall svarar ekki eða um 40% (vaninn var að ná svarhlutfalli í 65% en nú látið nægja rétt rúmlega 60%). Auk þess er þetta blanda síma og netkönnunnar og lang líklegast skekkja sem sínir vel hvar unga fólkið kýs en yfirleitt vantar í þetta eldra fólk. Um þetta fjalla fjölmiðlar ekkert enda með öllu vanhæfir að fjalla á hlutlægan og málefnalegan hátt um ástandið.

Loks vil ég bæta við þetta að ekkert af þessum flokkum er hægt að kjósa.

VG hafa meiri áhuga á að kenna okkur að ala börnin okkar en að fæða þau.

Samfylkingin leggur ekkert til að heldur að ESB umsókn sveipi töfraljóma yfir landið

Framsókn leggur eitthvað til en á erfitt með að aftengja sig gömlum syndum

Sjálfstæðisflokkurinn er upp í haus af gömlum syndum og tekur ekki nógu afgerandi afstöðu til hlutanna

Borgaraflokkurinn er gott málefnalegt innlegg en ekki sannfærandi 

Frjálslyndir eru horfnir í eigin rifrildi og koma ekki með neitt ferskt

Lýðræðishreyfingin er Ástþór og einn daginn segir hann af viti en missir sig næsta

 

Ætli sé ekki bara best að sitja heima og kjósa svo eftir tvö ár


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband