5.5.2009 | 23:58
Alltof veik markmið
Það sem stingur helst í augu við þessa frétt er hversu veik markmiðin eru. Ef týnum til það helsta:
- Atvinnuleysi á ekki að minnka að ráði fyrr en í lok næsta árs en ekki nema helmingast næstu fjögur árin.
- Það stendur ekkert um hvernig eigi að skapa þessi störf eða koma í veg fyrir fjármagnsflóttann (í hverju ættu fjárfestar eiginlega að fjárfesta)
- Verðbólga verði ekki yfir 2,5% í lok 2010 þýðir í raun að ekki eigi að spýta í fyrr en eftir það (lufsast áfram þangað til án afgerandi aðgerða)
- Það stendur að þurfi 4-4,5% hagvöxt til að þetta náist en á á hvaða ári? Öllum? (ljóst er að samdráttur verður í ár)
- Hvernig getur gjaldmiðill verið stöðugur ef á að styrkja hann umtalsvert? Við hvað er miðað, Evra 130 krónur í eitt ár? Tvö ár?
- Allar aðgerðir eru miðaðar við upptöku Evru og að Ísland gangi í ESB. Er þjóðin endilega á þeirri leið?
Niðurstaðan er hrákasmíð sem segir eiginlega ekkert. Veikt plagg þar sem vantar:
- Hvaða aðgerðir verður farið í fyrir atvinnulífið
- Hvaða aðgerðir verður farið í fyrir heimilin
- Hvert er augnakonfekt fjárfesta til að vilja fjárfesta
- Hvenær á að afnema gjaldeyrishöftin og hversu lengi á að vera með krónuna
- Hver er stefnan gagnvart umhverfismálum og stóriðju, olíuleit, virkjunum o.fl.
Nei ekkert svona í gangi
ÞESSI RÍKISSTJÓRN ER ANDVANA FÆDD
Atvinnuleysi verði undir 8% fyrir lok árs 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.