15.6.2009 | 18:22
Hvernig er hægt að samþykkja samning sem maður ekki séð
Það er alveg með ólíkindum að ríkisstjórnin ætlist til að alþingismenn samþykki samning sem þeir hafa ekki séð. Fá aðeins meginatriðin. Var það ekki þannig sem bankarnir plötuðu fólk upp úr skónum?
Hvers lags liðleskjur eru þingmenn eiginlega. Ætla þeir virkilega að skuldsetja þjóðina upp í rjáfur með samningi sem þeir hafa ekki séð? Ekki einu sinni samviska mín myndi leyfa mér að gera við samning sem ég væri að gera fyrir mig persónulega en að gera slíkt fyrir heila þjóð.
SKANDALL sem er út fyrir öll velsæmi mannlegs veruleika og þekkist hvergi nema í bananalýðveldum.
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vafðist ekki fyrir þingmönnum að samþykkja ríkisábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar án þess að fá að sjá raforkukaupasamningin. Þeir fengu ekki einu sinni að vita hvaða spár um álverð væri miðað við í arðsemisútreikningum.
Sigurður M Grétarsson, 15.6.2009 kl. 18:32
Alveg sammála að það er algerlega út í hött. Sem segir okkur að stjórnarhættir hafa ekkert breyst þrátt fyrir nýtt fólk í brúnni. Algerlega óraunhæft að alþingismenn geti leitt þjóðina út úr þessu - þjóðstjórn strax.
Rúnar Már Bragason, 15.6.2009 kl. 18:46
Ég er ekki viðskpafræðilega menntaður, en veit þó samt að maður undirritar ekkert án þess að lesa það. Þar að auki þá egum við ekkert að bera ábyrgð á þessu, við eigum bara að hafna samningnum og seta afar ströng skylirði sem Hollendinar og Bretar geta ekki gengið að, þá væri bara tvent í stöðunni hjá þeim, gefast upp eða fara í mál, bæði hentar okkur vel. Hvar er íslenska samningsharkan!!!
Jóhann Hallgrímsson, 15.6.2009 kl. 19:00
Já hvar er samningaharkan? Af hverju samþykkja Bretar og Hollendingar ekki að taka yfir eignirnar? Eru eignirnarnar ekki nógu góðar? Það er alltof margt ósagt í þessu máli til að alþingismenn hafi samvisku til að samþykkja þetta.
Rúnar Már Bragason, 15.6.2009 kl. 19:55
Það er eitt, sem fólk, sem vill einfaldlega hafna þessum samnigi og láta Breta og Hollendinga bara fá eignirnar er að gleyma. Þegar Alþingi íslendinga ákvað að greiða íslenskum innistæðueigendum upp í topp þá var það ekki fjármagnar með framlögum frá ríkinu heldur tekið úr þrotabúinu. Þar með varð minna eftir fyrir aðra innistæðueigendur. Ef við síðan höfnum samningum og látum erlendu innistæðueigendurna bara fá það, sem fer í þrotabúinu og í innistæðutryggingasjóði þá er þetta ekkert annað en þjófnaður úr þrotabúi.
Fyrir þá, sem ekki skilja þetta er hægt að sýna það með einföldu dæmi. Gefum okkur að það hafi verið þrír viðskiptavinir í Landsbankanum. Einn ísenskur og tveir erlendir. Þeir áttu allir 12 milljónir í bankanum samtals 36 milljónir. Nú fer bankinn á hausinn og úr þrotabúinu og innistæðutryggingasjóði fást 18 milljónir eða, sem nemur helmingi af innistæðum í bankanum. Að öllu eðlilegu hefðu innistæðueigendurnir því átt að fá helming innistæðna sinna greidda eða 6 milljónir á mann.
Það gerist hins vegar ekki vegna þess að Alþingi íslendinga ákvað að íslendingurinn fengi sína innistæðu greidda í topp úr þrotabúinu. Hann fékk því sínar 12 milljónir greiddar og því voru aðeins 6 milljónir eftir fyrir hina tvo, sem fengu því aðeins 3 milljónir á mann í stað 6.
Er virkilega til fólk á Íslandi, sem telur þetta sanngjarnt? Er ekki lágmarkskrafa að við íslendingar sjálfir berum kostnaðinn af því að láta íslenska innistæðueigandann fá 12 milljónir í stað 6? Er því ekki lágmarkskrafa að við íslendingar leggjum til í þessu sambandi þá upphæð, sem þarf til að erlendu innistæðueigendurnir fái þá upphæð greidda, sem þeir hefðu fengið ef íslensku innistæðueigendurnir hefðu setið við sama borð og þeir? Eða með öðru orðum er því ekki lágmarkskrafa að við íslendingar greiðum inn í þrotabúið þá upphæð, sem íslenskir innistæðueigendur fengu greitt umfram það, sem þeir hefðu fengið úr þrotabúinu ef þeir hefðu setið við sama borð og erlendu innistæðueigendurnir?
Ef við gerum þetta ekki þá erum við ekkert annað en ótíndir þjófar. Eru menn virkilega að leggja til að við leggjumst svo lágt?
Sigurður M Grétarsson, 19.6.2009 kl. 10:23
Ég er sammála þér Sigurður að neyðarlögin setja okkur í slæma stöðu. Það breytir því hins vegar ekki að þessi samningur er algerlega ólíðandi. Fyrir það fyrsta þá er ekkert gefið upp um hámark greiðslna. Það er ekki samþykkt að taka fyrst við eignum og athuga hvað það geti gefið mikið. Toppurinn á vitleysunni er að ekki er gert ráð fyrir hvað sé tekið að veði heldur má lesa að hvað eina sem Bretum og Hollendingum hugnast verði þeirra komi sú staða upp.
Ég bara spyr. Hver gerir samning og lætur allt sitt að veði? Þetta væri svipað og þú ættir eignir og setur þær að veði en leyfir öllu öðru að fylgja með. Síðan ættirðu gott hugverk sem hægt væri að hagnast á en það væri tekið frá þér vegna þess að veðhafi trúi betur á það. Allt vegna þess að þú tilgreindir ekki hvað væri tekið að veði. Er það ásættanlegt fyrir þig? Það er ekki ásættanlegt fyrir þjóðina að hún viti ekki hvað hún er að setja að veði í slíkan samning.
Loks er ekki hægt að horfa framhjá hvernig samningurinn var kynntur af ríkisstjórninni sem sýnir algera niðurlægingu gagnvart þjóð sinni og alþingi. Hversu lágt er hægt að leggjast?
Rúnar Már Bragason, 19.6.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.