18.6.2009 | 23:34
En hvað um niðurskurð?
Flestar tillögur sem hafa komið fram hjá þessari ríkisstjórn snúa að skattamálum og að hækka skatta.Á mínu heimili er lítið borðað af þessum vörum svo eina sem ég fæ er bakreikningur vegna verbólgunnar að hækka lánin mín. Afskaplega lítið kemur fram um niðurskurð eins og t.d. að snarminnka utanríkisráðuneytið sem myndu ekki hækka lánin mín. Nei getuleysið er algert.
Það kemur ekkert að viti frá þessari ríkisstjórn. Hún lýgur, bíður, sveigir sannleikann og kennir öllum öðrum um ófarirnar. Því miður - það trúa orðið afskaplega fáir orðið á ykkur og hæfni ykkar til að stjórna landinu.
Held þið skötuhjú Jóhanna og Steingrímur ættu að hafa manndóm í ykkur og viðurkenna að þið ráðið ekkert við ástandið. Þið eruð ekki hæf í að stjórna landinu. Verið meiri en þeir sem á undan ykkur voru og segið af ykkur. Þetta er hvort eð er búið spil.
Þjóðstjórn strax!
Skattur á kex og gos í 24,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ríkisstjórn ræður ekki við ástand af þessum toga og allt sem sagt hefur verið úr þeirra munni um "við vinnum fyrir fólkið" er lýðskrum.
Kristinn A Jóhannesson, 19.6.2009 kl. 00:28
Sammála og vel orðað
Rúnar Már Bragason, 19.6.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.