Af hverju heyrist ekkert um sparnað í utanríkisráðuneytinu?

Það er alveg með ólíkindum að ekkert heyrist um sparnað í utanríkisráðuneytinu. Þar liggur alltof hár kostnaður miðað við það sem því er ætlað að skila þjóðinni.

Lettar hafa farið þá leið að loka sendiráðum og af hverju geta Íslendingar það ekki líka. Auðveld sparnaðarleið. Segið Össuri bara að við höfum ekkert að gera við öll þessi sendiráð og ræðismannaskrifstofur ef við förum í ESB því þeir munu sjá um þetta eftir það  (kannski).

Hér er svo greinilegt að ríkisstjórnin ræður ekkert við þetta og allar hugmyndir snúa að sköttum og að draga allann mátt úr fólki. Því miður var búið að vara við þessu fyrir kosningar en sjálfstraust þjóðarinnar var ekki meira en þetta. Það kaus yfir sig fólk með lítið sjálfstraust, lélega sjálfsmynd og halda að völd geri þau eitthvað merkilegri.

Ofan á allt þá gleymdu þau að þjónusta þjóðina sína.

Þjóðstjórn strax!


mbl.is ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband