Í áttina en alls ekki nóg

Þótt vissulega sé gott að settir séu fyrirvarar og reynt að komast á móts við almenning svo hann þurfi ekki að bera allar þessar byrðar af Icesave þá er þetta samt ekki nóg. Er sammála Framsóknarmönnum að sterkari lagaleg rök þurfa að fylgja og við þurfum að vera viss um að geta sótt málið hér á landi en ekki í Bretlandi.

Ætla ekki að hrósa þingmönnum fyrir að komast að samkomulagi þar sem grauturinn stóð í stjórninni en ekki stjórnarandstöðunni að komast að niðurstöðu. Get samt ekki betur séð en hér er verið að leggja upp með nýjan samning og hvers vegna í ósköpunum ættu Bretar og Hollendingar að samþykkja það, hafa ekki viljað það hingað til. 

Það sem stendur upp úr er alger höfnun á samningnum og nú hljóta Svavar, Indriði, Steingrímur og Jóhanna að líta í eigin barm og spyrja sig hvort ekki sé kominn tími á að vinna með fólki og hætta þessum einræðistilburðum með hroka og yfirlæti. Nú skiptir mestu máli að sýna samvinnu og viðurkenna að framkvæmdavaldið er að þjónusta almenning en ekki öfugt.

Skríðið upp úr hjólförunum og standið við stóru orðin síðan í vor.


mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'eg get ekki skilið, alla þessar umræður í sambandi við Icesave o að láta íslensku þjóðina lúta svona fyrir bretum og hollendingum.

Ég tel það þeirra mál að fara á eftir útrásarvíkungunum og fá það inn frá þeim sem tapað hefur verið á þessum viðskiptum þeirra við þá í þeirra löndum.

það er að senda interpol á þá, frysta allar þeirra eignir og sækja þá til saka .

Það voru þessi lönd sem gáfu þeim leyfi til að reka þetta Icesave fyrirtæki eftir þeirra lögum og reglum í sínum löndum.

Íslenska þjóðin kom því ekkert við þá og því þá nú.

það eru þeir einstaklingar sem hlut stóðu  af máli sem bera ábyrgðina, það er að seiga englendingar hollendingar og svo hinir frægu útrásarvíkingar  

kristin (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband