Fæ hroll

Loksins virðist rofa til á stjórnarheimilinu og koma skal með lausnir til að komast á móts við skuldara í landinu. Tvær tillögur hafa verið settar fram, önnur af félagsmálaráðherra og hin af Íslandsbanka.

 Í báðum tilvikum fæ ég hroll. Hvorug er nálægt því að vera leiðrétting fyrir skuldara og í raun bara brellur. Eins og félagsmálaráðherra kynnir sínar tillögur þá situr skuldarinn eftir í mun verri afstöðu en að sitja heima og gera ekkert. Þegar skuldir eru gerðar upp við fyrirtæki eins og gert var við Moggann þá er strax afskrifað enda annað alger steypa og setur skuldarann í mun verri stöðu. Þessi leið félagsmálaráðherra gæti þýtt hækkun skuldarinnar um þriðjung. Auk þess verður engin ástæða til að hækka laun sín því fjórðurngur af hækkuninni færi í hærri greiðslu skuldar, fáránlegt.

Tillaga Íslandsbanka er skárri en samt líka flagð undir fögru skinni. Þar er ætlunin að bjóða óverðtryggð lán í staðinn og til að komast á móts við skuldarann er gerð hófleg niðurfærsla. Sé hins vegar dæmið skoðað eins og við verðtryggt lán þá lækkar höfuðstóllinn um 10% þannig að skuldarinn tekur á sig 2/3 hækkun verðbóta sl. 2 ár. Getur það talist sanngjörn lausn? Auk þess þá kom ekki fram hverjir vextirnir yrðu á nýja láninu og ef vextirnir eru breytilegir þá er alveg eins víst að betur sé heima setið.

NEI ekkert annað en leiðrétting kemur til greina. Annað er bara verið að hengja í ólinni og setja skuldara þessara þjóðar í enn verri stöðu en þeir voru


mbl.is Borgað af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband