9.10.2009 | 23:23
Ótti leiðir af sér lélegar ákvarðanir
Það virðist sem einleikur Jóhönnu sé að setja allt út af borðinu. Ótti er aldrei gott stjórntæki hvort sem maður óttast sjálfur eða vill að aðrir óttist. Tími Jóhönnu er (endanlega) liðinn enda tekur manneskjan afar slæmar ákvarðanir. Spurningin er ekki hvort upplýsingar mættu ekki koma fram heldur hvernig þetta er sett fram. Jóhanna setur þetta fram án samráðs við ríkisstjórn eða Steingrím. Hvergi koma fram hugsanlegar mótaaðgerðir sem milda áhrifin, einungis máluð versta mynd.
Ætla að taka tvö dæmi úr sögunni sem gefa skýra mynd af því þegar ótti ræður ekki ákvörðunartöku. Þegar Þjóðverjar bombuðu London eins og gatasigti þá gáfust þeir samt ekki upp, þótt litlu mætti muna. Þá blés forsætiráðherrann lífi í þjóðina með stórkostlegum ræðum. Hélt þjóðinni einbeittri og samheldri. Jóhanna gerir ekkert af þessu.
Annað dæmi er þegar Rússar sigldu með kjarnorku til Kúbu. Þá settu Bandaríkjamenn línu sem ekki mátti sigla yfir. Rússar sigldu samt yfir hana. Hvað gerðist þá? Lína var bara færð. Endinn var sá að Rússar sneru við en inntakið er það er enginn heimsendir þótt 24. október komi og ekki búið að semja um Icesave.
Við eigum ekki að óttast og hvað þá að sýna ótta okkar í samningaviðræðum. Það er skondin tilviljun að um leið og grein eftir mig birtist í Mogganum um áhrif af ótta á stjórnun þá koma öll merki hennar í ljós sama dag.
Óttist eigi
Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.