3.1.2007 | 22:15
Tónlist ókeypis á netinu
Nýverið kom frétt um að tónlist ætti að vera ókeypis á netinu en þó með skilyrðum. Satt að segja fannst mér það ekki spennandi kostur þar sem skilyrðin voru ekki spennandi, allt á Windows media formati og nauðsynlegt að nota síðuna í hverjum mánuði.
Sjálfur væri ég frekar til í að borga fyrir tónlistina og fá fullt leyfi til að gera það sem ég vil við mín lög. Staðreyndin er nefnilega sú að flestir sem selja tónlist á netinu setja inn DRM í lögin sem á að vera til varnar þjófnaði. Slíkt jaðrar við einkarétt neytandans og ætti ekki að eiga sér stað. Auk þess þarf oft að kaupa sér sér forrit eða nota ákveðinn búnað til að geta hlustað á lögin í stað þess að geta valið sér sjálfur.
Ég hef keypt lög á netinu og besta síðan sem ég hef fundið er BLEEP - http://www.bleep.com - en þeir fengu verðlaun í Bretlandi sem besta Digital Music site enda innihalda lögin hjá þeim ekki DRM.
Fyrir mig er nóg að kynnast tónlistinni t.d. með því að leyfa hlustun í ákveðinn tíma, myndböndum eða niðurhali á ákveðnum lögum enda er það hluti af kynningarstarfsseminni. Markmiðið er samt enn að selja tónlistina og lítist mér á vöruna þá kaupi ég hana rafrænt eða á disk. Mitt er valið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.