19.11.2024 | 00:17
Hvað borgar Kópavogsbær fyrir innihaldslausa skýrslu um borgarlínu?
Þessa dagana kynnir Kópavogsbær skýrslu um borgarlínu. Furðulega hrá skýrsla um 1 áfanga borgarlínu þar meira er útlistað öðru en því sem skiptir Kópavogsbúa máli. Allt voða flott upp sett með litfögrum myndum og texta sem reynist frekar innihaldslaus.
Byrjum á þessum texta: "Borgarlína gegnir lykilhlutverki í að styðja framtíðarsýn Kópavogsbæjar í samgöngumálum." Furðulegt að ég sem Kópavogsbúi hef aldrei séð neinn flokk, neinn texta eða þaðan af framtíðarsýn um þetta. Hvaðan kom þessi framtíðarsýn og hvenær fékk ég sem kjósandi að segja eitthvað um það - aldrei. Það er byrjað að valta yfir fólk um mál sem aldrei hefur verið kosningamál í Kópavogi og allt í einu er það orðið framtíðarsýn.
Þetta verður ennþá betra: "Borgarlína er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgasvæðisins til 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. HA! síðan hvenær var það ákveðið? Nú er kjörnir fulltrúar farnir að ganga ansi langt yfir fólk að það á neyða ofan í okkur þessar samgöngur. Þetta á nefnilega að ná 20 þús manns á klukkustund.
Til þess að ná þessum fyrsta áfanga þá þarf að fara í gegnum frekar mikla umferðagötu sem er með húsgörðum og bílastæðum. Ekkert er minnst á bílastæðin en sagt að þurfi eitthvað að hliðra til, svona sagt frekar í hálfkæringi en einhverri almennilegr útlistun. Jú það bíður bara eftir kynningu á deildarskipulagi sem á mannamáli þýðir að það er of seint að bakka út. Fyrir íbúa götunnar er þetta heljarinnar mál því þeir missa stæði og garða en á það er ekkert minnst. Farið verður nærri friðarlandi en taka þarf að klettum sem setja skemmtilegan svip á götuna í dag.
Svo punkturinn yfir i-ið af innihaldsleysi. Loftlagsmálin verða að fylgja með þótt vandséð er hvar þau komast að því ekki er enn búið að velja vagna, hversu mikið þarf að róta upp o.s.frv. Miklu púðri og mörgum blaðsíðum um loftlagsmál sem eiga að verða svo mannbætandi. Skrýtið samt að í svifrykinu á höfuðborgasvæðinu er ekkert minnst á sand sem fýkur af suðurlandi eða það að hreinsa göturnar. Það sem setti mig algerlega á gat var staðhæfingin um að það eigi að rigna meira. Hef heyrt um ísöld, þurrka, steikjandi hita, hækkandi sjávaryfirborð en meiri rigningu hefur alveg farið framhjá mér.
Það sem algerlega skortir í þessa skýrslu er hvað á að gerast. Hvernig fara framkvæmdir fram? Er svona mikil eftirspurn að fara í 101 Reykjavík? Af hverju á íbúi sem býr nær Mjóddinni að fara í 101 Reykjavík áður en hann fer í 110 Reykjavík? Mun borgarlína leysa vandann að fara á milli hverfa, milli bæjarfélaga og hverfa innan þeirra?
Alveg með ólíkindum að eftir 12 ár kemur dýr hráskýrsla (sem við fáum ekki að vita hvað kostar) sem er svo innihaldslaus að best væri að hætta strax við allt saman. Efla frekar núverandi kerfi með áherslum á lausnum milli hverfa, hanna fleiri hringkerfi og nota betur austari tengingu á höfuðborgasvæðinu milli sveitafélaga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2024 | 23:36
12 ára hugmyndir um borgarlínu ekki kominn lengra
Ótrúlegt eins oft og japlað er á borgarlínu þá er enn verið að vinna með frekar hráa skýrslu um legu línunnar. Ekki einu sinni þá hægt að segja að allt sé komið og þetta er bara 1 hlutinn. Þarna er engar smá breytingar á gatnakerfi með tilheyrandi röskun sem lítið er útlistað t.d. tvær brýr á friðuðu svæði.
Þegar rennt er yfir þennan fyrsta hluti þá sést svo vel hveru óendanleg þvæla þessi hugmynd er. Væri ekki nær að laga núverandi kerfi, auka tíðni og sjá hvort að grundvöllur sé að fara út frekari framkvæmdir.
Nú þegar er búið að tefja mikilvægar gatnamót við Bústaðarveg út af borgarlínu. Þar er mikil slysahætta en Reykjavíkurborg tefur málið. Hvað finnst eiginlega íbúum Breiðholts um þessa töf? Það er ekkert voða gaman að keyra af Stekkjarbakka og ætla sér þaðan upp á Bústaðarveg. Fara yfir þrjár akreinar.
Hættið þessu gæluverkefnið. Komið á betra leiðarkerfi með tíðari ferðum fyrir brotabrot af þessar hugmynd. Líklega væri hægt að koma upp fínu kerfi fyrir minni kostnað er aðeins fyrsti hluti á að kosta.
Lega borgarlínu breytist í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2024 | 12:14
Lygavaðall Viðreisnar
Með tali flokksins um aðild að ESB þá gengu þau fram síðasta vetur með þá hugmynd að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hins vegar fylgir ekki sögunni verði aðild neitað hvað ætli flokkurinn að gera í framhaldinu. Létt skautað framhjá verði niðurstöður ekki þeim í hag.
Hins vegar lýgur flokkurinn algerlega þegar kemur að hvað aðild hafi upp á að bjóða. Það er staglast á lægri vöxtum, hagstæðari gjaldmiðill og minni sveiflum. Gæti alveg orðið um minni sveiflur en það fylgir ekki sögunni hvað fylgir minni sveiflu.
Skoðum land sem er á jaðrinum og tók upp Evru fyrir fáum árum, Króatíu. Þar búa í dag um 3,8 miljónir en voru 4,5 miljónir um aldamót. Fæðingatíðnin er -0,1 (sama við fyrir Ísland er 3,0) sem þýðir að unga fólkið flýr og eftir er sístækkandi öldrunarþjóðfélag. Landsframleiðsla á mann er meira 3x minni en á Íslandi (23 þús dollarar á móti 73 þús dollarar árið 2023). Hagvöxtur var 3,1% á síðasta ári meðan hann var 4,1% á Íslandi. Atvinnuleysi var 6,1% í fyrra meðan það var um 3% hér á landi. Verðbólgan var 7,9% en var víst hærri hér á landi en ekki 2-3% í ESB landi eins og Viðreisn talar alltaf um.
Þessi samanburður sýnir vel hvernig Viðreisn, með þögninni, segir okkur voða lítið hvað felst í ESB aðild. Það eru ekkert algerlega grænir skógar að ganga þar inn. Ef tekið er mið af vöxtum í þá sést að þeir eru ekki algerlega samhæfðir og ef við miðum við lönd eins og Eystrarsaltsríkin þá eru húsnæðisvextir rúmlega 5% og neysluvextir á bilinu 12-13% (sjá hér). Þetta er allt annar hljómur en Viðreisn segir okkkur.
Auk allra hinna ókostanna að aðild að ESB, eins og við borgum meira en fáum, þá ættu flokkar ekki að fá að koma svona fram við kj́osendur. Þessi leit mín tók innan við hálftíma að finna allt annað en Viðreisn heldur fram. EES samningur var að hálfu leyti logið inn á þjóðina. ESB aðild er alger lygi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2024 | 00:28
Kristrún Flosadóttir virðist illa að sér í orkumálum
Í þessu viðtali slengir hún fram að vilji flokksins (lesist hennar) sé að auka orkuframleiðslu um 25%. Gott og vel ákveðið markið sem má gera en það þarf meira en að byggja orkuveitur. Hvað með raflínurnar? Stendur til að uppfæra þær og hver á að borga það? Hefur kostnaður við það verið tekinn inn í dæmið?
Þessi græna hugmynd, eins og með vinmylluorkuver, er ekki umhverfisvæn. Líftími er 25 ár þar sem þarf að endurnýja allt. Með öðrum orðum það getur verið að ódýrar meðan framleiðir en allur annar kostnaður, eins og endurnýjun, er langt um meiri. Það sama á við um rafbílana þeir eru ekki eins umhverfisvænir og ætlað er.
Hugmyndir Kristínar er að auka fjölda rafbíla og fjölga orkustöðvum (svipuð hugmynd og Kamilla Harris setti fram). Hljómar örugglega voða fallega fyrir marga en í engu samræmi við orkudreifingu um landið. Tökum sem dæmi ferð til Akureyrar. Á fjölmennustu dögunum þá fara um 10 þús bílar þá leið. Í dag eru nokkrar stöðvar til að hlaða bíla í Hrútafirði. Hver bíll er um 25 mín að hlaða og séu 10 stöðvar þá geta 480 bílar hlaðið sig á sólarhring sem er 5$ af bílafjöldanum.
Til að tvöfalda það þyrftu að vera 20 hleðslustöðvar en til að ná þessum 10$ af bílafjöldanum þennan dag þarf að 20 falda hleðslustöðvarnar þe þær yrðu 200. Hvernig á að koma 200 hleðslustöðvum fyrir í Hrútafirði? Það sem er samt enn stærra vandamál er að hver á að borga endurnýjun raflína í Hrútafirði svo hægt sé að veita öllu þessu rafmagni til hleðslustöðvanna? Hvaðan á orkan að koma?
Stærsta spuringin er samt af hverju eigum við að eyða fúlgu fjár í endurhönnun raflína sem eru síðan eru að mestu lítið notaðar stærsta hluta ársins?
Þetta er bara lítið dæmi um ruglið í kringum rafbíla, orkuframleiðslu og orkudreifingu. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa snefil af innsæi inn í þessa hluti og blaðra einhverja endæmis þvælu um græna orku.
Það skortir allt raunsæi.
Vill auka orkuframleiðsluna um 25% á áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2024 | 19:41
Stefnuskrá Pírata er álíka mikils virði og menntaskólaritgerð
Ekki vantar orðin en hins vegar vantar allar aðgerðir. Týpískt fyrir póst-módernískt fyrirbæri en þessi stefnuskrá er einungis til þess borin að koma Pírötum af þingi. Sá sem nennir að grauta sig í gegnum orðaskrúðinn situr eftir með stóru spurninguna: Hvað á að gera og hvernig á að framkvæma?
Þeir lofa mannréttindum og þeim finnst það mannréttindi að taka pening frá einum hóp og færa öðrum (líklega hverfur hluti peninganna í ferlinu í eitthvað gæluverkefnið). Þeir tala um að hafa fólkið með í ráðum eins og sést svo vel í tillögum að þéttingu byggðar í Grafarvogi.
Mikið er talað um umhverfismál í gegnum loftlagsmál og grænt hagkerfi. Neyða á öll kaup að vera græn (líklega hvort sem þau eru hagkvæm eða ekki) og punkturinn yfir i-ð er að setja mynd af vindmyllum á vefsíðuna. Greinilega átta sig ekki á mengun vindmylla (það þarf olíu til að snúa spöðunum). Kárahnjúkavirkjun er núna um 25 ára gömul og í góðri vinnslu. Vindmylluorkuvel sem væri jafn gamalt þyrfti að endurnýja að öllu leyti. Hvernig getur það verið umhverfisvænt?
Flokkurinn rétt lafir skv skoðannakönnunum og líklega ná að skríða inn með 3 þingmenn, því miður. Það yrði engin eftirsjá af kaffihúsaspjalli þeirra enda eiga svona hugmyndir ekki heima annarsstaðar.
Píratar kynntu stefnumál sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2024 | 15:09
"Ríkið fullfjármagnað" hvað er það?
Alveg hreint stórfurðuleg yfilýsing að ríkið eigi að vera fullfjármagnað og þá sé hægt að tala um að lækka skatta. Á mannamáli er það, eftir svona svar, aldrei mögulegt. Þversögnin að fullfjármagna eitthvað á einungis við þegar verkefni er keyrt í gegn en ekki ríkisfjármál sem tekin eru til skoðunnar á hverju ári.
Fullfjármögnun þýðir auðvitað að þú eyðir minna en er aflað en VG vilja ekki heldur spara svo hvenær er von á þessari fullfjármögnun, auðvitað aldrei.
Ljóst er að enginn setur það sem markmið að lækka skatta nema miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn en hann var ekki spurður. Enginn af þessum flokkum talar samt um að draga almennilega saman útgjöldin. Það er ekki nóg að vilja taka Rúv af auglýsingamarkaði ef það sparar ekkert. Sjálfstæðisflokkurinn er með frekar léleg svör og miðflokkurinn ekki nógu skýr.
Allir hinir flokkarnir gætu ekki hugsað sér að fara í gegnum stofnanakerfið og nefndir til að spara. Til að mynda 3 stofnanir um öryggismál landsins í stað einnar. Allar nefndir að stofnanir sem koma að loftlagsmálum - þurfum við þær allar. Styrkir til fjölmiðla og stjórnmálaflokka - einfaldlega verið að stela almannafé með óþarfa ráðstöfun. Gætum örugglega náð þessum 17 miljörðum sem fjárlög næsta ár jukust um með niðurskurðaaðgerðum. Ef almennilega gert þá gætum við ná 50 miljörðum sem væri óskastaða.
Enginn af þessum flokkum þorir að rugga bátnum.
Vill ekki lækka skatta fyrr en ríkið er fullfjármagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2024 | 15:10
Póst-modernísk stjórnmál sýkja íslenska pólitík
Allir flokkar á Íslandi, fyrir utan nýja flokka, eru fastir í póst-módernískum stjórnmálum. Ekki eru allir jafn veiklaðir fyrir þessari stefnu en segja má að píratar séu alglega fastir í þeirri stefnu, alveg frá upphafi.
Í póst-módernískri stefnu er allt leyfilegt og að sama skapi það sem gerir út á við stefnuna, því án aðhalds verður enginn endir sem leiðir út í óendalega vitleysu. Það sjáum við svo glögglega í dag í hinum vestræna heimi enda kjósendur í umvörpum að hafna póst-módernískum stjórnmálum. Annað einkennandi er glóbalisminn enda þjóðríkið módernískt fyrirbæri. Trump er módernískur því hann vill upphefja þjóðríkið og það sama við um Pútín. Rússar höfnuðu semi-global leið kommúnista og fóru til baka líkt og svo margir kjósendur óska eftir.
Helsti galli módernisma er að miða við að hlutir séu endanlegir. Þannig kemurðu upp skipulagi sem erfitt er að breyta vegna endalegu hugsuninnar. Á móti er mikið aðhald í módernisma því vegna endanhugsuninnar þá stefnirðu að markmiði sem lokamarkmið. Þessu hafnar póst-módernismi og vill útvíkka út í hið óendanlega sem leiðir til glundroða.
Lýðræðisflokkurinn er með módernískar áherslur en kjósendur þekkja flokkinn ekki enn.
Stærsta vandamál pírata í þessum kosninum að þeir hafa ekkert haldbært fram að leggja. Minnkandi stuðningur er við glóbalisma. Þeir eru pikkfastri í sínu fari og þess vegna engin eftirspurn eftir þeim. Það sama á við um vinstri-græna. Póst-módernísk stjórnmál á útleið.
Flokkur fólksins er líka póst-módernískur en á annan hátt. Þar er leyfilegt að skipta út fólki eins og nærbuxum. Frekar einstrengislegur málflutningur litla mannsins dregur samt að atkvæði og norkkrir fá góða innivinnu.
Framsókn var módernískur bændaflokkur sem færði sig yfir í póst-móderníska stefnu um aldamótin. Hafa fengið fullt af atkvæðum út á það en eru of lengi að breyta áherslum svo þeir fá miklu minna en síðast.
Viðreisn er algerlega póst-módernískt glóbalista fyrirbæri. Fastir í þeirri stefnu og fólk virðist þeir sem aðhyllast þessa stefnu vilja frekar kjósa þá en pírata.
Miðflokkurinn hefur breytt um áherslur sem miða meira að módernískum hætti. Þeir prófu þessa póst-módernísku stefnu í síðustu kosningum og guldu algert afhroð.
Sjálfstæðisflokkurinn er mjög smitaður af póst-módernisma þar sem konur fá að leiða það út á við (með aðstoð Gulla). Það er alveg ljóst að kjósendur eru ekki hrifnir að þessu daðri þeirra og þeim væri nær að færa sig aftur yfir í móderníska stefnu. Á endanum mun það gerast en ekki fyrr en eftir afhroð í kosningum.
Samfylkingin er algerlega á valdi póst-módernisma. Það er reynt að blekkja með öllum ráðum (t.d. slagorðum) en það breiðir engan veginn yfir áherslurnar. Ein af póst-módernískum áherslunum er nefnilega að halda því fram að þú getir byrjað með hreint borð og fyrrverandi saga skipti engu máli.
Fræðimenn voru algerlega á valdi póst-módernisma á þessari öld en skortur á innihaldi hefur alltaf aftrað þessari stefnu. Með því að leyfa allt þá nægði ein hugmynd að grein, jafnvel fræðum. Innihaldið var aukaatriði og orðaskrúður náði ekki að fela vitleysuna.
Póst-módernismi er á útleið því hann leiðir út í óendalega vitleysu. Hvert framhaldið verður er erfitt að segja en afturhvarf til módernisma virðist vera ná yfirhöndinni. Ísland er yfirleitt seinna að grípa breytingar þannig að kannski í næstu eða þar næstu kosningum fáum við módernískar áherslur.
Verðum að keyra af stað á hugsjónunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2024 | 16:26
Það er ekki allt leyfilegt
Póst-modernísk stjórnmál ganga út frá því að allt sé leyfilegt og hér á landi hefur Heimildin verið fremst í flokki á þeim nótunum. Því miður gengur ekki upp að allt sé leyfilegt án aðhalds og líklega mun þetta verða grafarskrif Heimildinnar.
Þeir óðu uppi með Klaustursmálið þar sem ólöglegar upptökur voru notaðar. Gengu enn lengra með Samherjamálið með afritun gagna, falsfrásögn fíkils og eiturbyrlun. Nú á að birta aftur ólöglegar upptökur þar sem falsi er aftur beitt.
Þegar aðhaldið vantar þá endarðu með að keyra út í skurð og þar situr Heimildin núna. Með þesari birtingu á blekkingargögnum þá er komið að endalokum.
Það er ekki allt leyfilegt.
Birta frétt upp úr leyniupptökum af syni Jóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2024 | 11:15
Framkvæmd skoðannakanna er ekki aðalmálið heldur túlkun þeirra
Nú vilja fyrirtækin sem framkvæma skoðannakannanir svara fyrir sig. Mjög eðlilegt því þetta er nú söluvara þeirra. Í sjálfu sér eru þau einungis að setja fram upplýsingar eftir því sem þau eru beðin um og þannig séð ekki að hafa nein áhrif.
Hins vegar er stóra vandamálið túlkunin. Þar er eins og fjölmiðlar eigi mjög erfitt með að setja þetta fram nema á hlutdrægan hátt. Oft virðist sem blaðamaður sé ekki nógu vel inn í hvernig eigi að túlka kannanir og fullyrðir ýmislegt út frá því. Stjórnmálaskýrendur eru verri því þeir eiga að kunna að túlka gögnin en segja ýmislegt sem er fjarri lagi að hægt sé að túlka út frá gögnum.
Varðandi framkvæmd þá hafa kannanir misst svolítið vægi sitt eftir að bannað var að hringja í fólk. Nú er settur fram svokallaður panel sem á að endurspegla þætti eins og kyn, búsetu, laun og fl. Oft eru sent um 4000 póstar og svara innan við helmingur póstunum. Þá koma í raun stærstu vandræðin því það eru ekki allir sem taka afstöðu og það kemur aldrei fram í fréttunum.
Við það hækka skekkjumörk. Lýsa má skekkjumörkum þannig að því hærri sem prósentan er þá hækka skekkjumörkin. Það sem enn skekkir þessi mörk er að ekki fá allir aldurshópar að taka þátt. Yfirleitt er verklagið orðið þannig að 65 ára og eldri fá ekki sendan póst. Við erum að tala um 5-10% sem fá ekki að taka afstöðu. Þetta ætti að hækka skekkjumörkin en kemur hvergi fram. Þar mættu fyrirtækin standa sig betur þó fjölmiðlar birti ekki upplýsingarnar. Þannig fær leikmaðurinn betri sýn á könnun þeim mun meiri upplýsingar eru gefnar um framkvæmd.
Athugið að baki því þegar Samfylkingin fé hæstu prósentu svara þá voru um 400 svör að baki. Hvernig fá fjölmiðlar út að hægt sé að túlka það sem mögulega útkomu úr kosningum? Hvar kemur fram hvernig þetta dreifist um landið?
Könnun segir til um svarendahóp og skoðanir þeirra. Lengra nær það ekki og til að fjá vísbendingu um hvert þetta leiðir þarf að taka yfir tímabil. Til að mynda getur hækkun Viðreisnar gefið vísbendingu að þeir fór betri útkomu en það gæti samt alveg gjörbreyst fram að kosningum.
Farið með hófi í að túlka kannanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2024 | 10:41
Derrick mættur á svæðið
Derrick var þýskur sjónvarpsþáttur á 9 áratug síðustu aldar um lögreglumann sem leysti sakamál. Víðir er svo sem ekki á þeirri línu en spurningin er frekar hvaða mál hefur Víðir leyst.
Hann var gerður í raun afturreka með stefnu sína í kófinu. Varðandi Grindavík þá hafa málin þróast af mikilli forræðishyggju gagnvart íbúum í nafni öryggis. Ekki hefur verið reynt að leysa málin í samvinnu við íbúa heldur gengið út frá þröngum forsendum, svipað og í kófinu. Jafnvel á mjög gráu svæði lagalega í báðum málum.
Nú sækist Víðir eftir að taka þátt í lagasetningum en hvernig hann brást við þessu fyrrnefnda gefur ekki góð fyrirheit um hvernig nálgast skal lagasetningar. Ef forræðishyggja á að ráða þá hentar það mjög illa í lagasetningar.
Hitt er svo annað mál að textalýsing á þessu viðtali þá kemur hann mjög illa út og svarar eins og báknsins maður frekar þunnum svörum. Ekki tekin afgerandi afstaða til málsins og virðist frekar lítið inn í því sem hann er að tala um. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir Samfylkinguna.
Til gamans er hér mynd af Derrick.
Munu skattleggja hárgreiðslufólk, smiði og pípara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)