1.7.2025 | 10:49
Veldur gervigreind geðrofi og takmarkaðri sýn á heiminn
Ný rannsókn sem rt.com sagði frá segir að gervigreind hafi valdið geðrofi hjá einstaklingum sem ekki sýndu nein merki um geðveilur á neinn hátt. Kemur mér ekki á óvart því miðað við allar yfirlýsingar þá er gervigreind ofmetið fyrirbæri. Inn í það kemur ákaflega takmörkuð sýn á heiminn þar sem haldið er því fram að gervigreind yfirtaki nánast öll störf í heiminum.
Orðið gervigreind er yfirheiti yfir marga ólíka hluti sem hægt er að gera í tölvu. Þannig er mikið talað um gervigreind þegar talað er um sjálfvirkni. Margt er því óljóst um hvað gervigreind snýst nákvæmlega og til að mynda ChatGDP og álíka forrit eru meira sem leiktæki en sé verið að nota í raunveruleikanum.
Ellið Vigfússon kom með ágætis yfirlit yfir á visi.is um arðsemi fyrirtækja. Þar kom í ljós að arðsemi tölvufyrirtækja er frekar lág eða um 3% sem ýtir undir hvað er orðið erfitt að selja hugbúnaðar og tæknivörur. Þess vegna þarf nýtt yfirheiti eins og 4ja iðnbyltingin eða gervigreind sem er mjög grípandi.
Þetta er samt engin lausn fyrir hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki því heimsmyndin á bakvið er svo þröngum ramma sett. Í stærðfræði er 1+1 alltaf 2 en ekki eitthvað annað. Ranghugmyndin um að hægt sé að fá út 3 eða eitthvað annað þegar 1+1 er lagt saman er of augljós. Á bakvið reikniverk gervigreindar liggur engin dýpt og þaðan af síður tilfinningar. Hvort tveggja þarf til að stíga skref fram á við en leiða má fyrir því sterk rök að við séum að taka skref til baka með samfélagsmiðlum sem stórt samskiptakerfi.
Ranghugmyndir hafa aukist verulega eftir því sem beinum samskiptum minnkar. Að fjölmiðlar séu að vitna í samfélagsmiðlaskrif, eða nota tölvupósta, til að skrifa efni kemur bersýnilega í ljós hversu yfirborðskennt flest efni verður. Það vantar alla dýpt í skrifin. Það er enn hægt að finna efni með dýpt en til þess þarf að leita vel og sífellt fleiri nenna því ekki og láta mata sig af yfirborðskenndu efni.
Gervigreind er ekkert að fara yfirtaka flest störf (enda alger þversögn í sjálfu sér). Nothæft tæki til að koma manni af stað eða stytta ferli í mesta lagi. Hversu mikið það stelur af þínum gögnum á sama tíma er nokkuð sem notandi ætti að hafa í huga.
Róbótar framtíðarinnar er fólkið sem lætur slík tæki móta líf sitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2025 | 13:45
Lifað á og/eða í lyginni
Nokkuð ljóst er að fjölmiðlar vesturlanda lifa í lyginni eða réttara sagt á lyginni. Eins og segir í viðtengdri frétt að hrakandi umfjöllun um menningu færir fjölmiðla nær því að vera áróðurstæki.
Stærsta lygin er að heimurinn sé svart/hvítur og við þurfum að vera í ákveðnu liði. Vók er gott dæmi um þennan hugarheim sem flestir eru á hraðri leið undan. Ríkisstjórnin og flestir alþingismenn eiga eftir að fatta það en kemur ekki á óvart því þeir eru frekar seinteknir á breytingar.
Lygin sem við lifum við er að trúa orðaflaumi fjölmiðla um stöðu mála í dag. Þar fer engan vegin saman einhver greining á ástandi samtímans. Miklu frekar væri að tala um kaffihúsaspjall þar sem engin niðurstaða fæst en fylgt er liði við ákveðinn málstað. Gaza, tollar Trumps, Trumphatur, ESB umræða hér á landi, kynjaumræða o.s.frv er gott dæmi um þetta. Innihaldslausar greiningar á ástandi þar sem haldið er gífuryrðum á lofti.
Frumvörpin um veiðileyfagjaldið og bókun 35 er gott dæmi um þar sem lifað er á lyginni. Að baki frumvarpanna stendur hvorki steinn yfir steini. Flambrið og klambrið er slíkt að ætla mætti að leikskólabörn hafi verið að leika sér. Minna rætt frumvarp um skattahækkun á sveitafélög hefur lítið verið í umræðunni. Þar inni er enn texti sem á að skilyrða öll sveitafélög til að hafa útsvar í hæstu hæðum. Eitthvað sem eyðileggur samkeppni milli sveitafélaga. Kommúnískara verður það varla.
Skemmdaverk ríkisstjórna, flestar á þessari öld, er slíkt að í raun er lygilegt að lifa á Íslandi. Það er verið að henda öllu fyrir björg sem forfeður okkar börðust fyrir og lygin um betra líf sé fylgt ríkisstjórnum er lélegur brandari. Núverandi ríkisstjórn lofaði að berja niður verðbólguna en leggur síðan fram frumvörp sem ýta undir verðbólgu. Ef ætlunin er að ná niður verðbólgu þarf að frysta laun í 3-5 ár og lækka kostnað ríkiskassans. Hvorugt er á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar.
Lygin er lífið í dag.
![]() |
Fjölmiðlar án menningarumfjöllunar eru eins og einhvers konar áróðurstæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Löng fyrirsögn um það hvernig margir halda að gervigreind muni taka út starfskrafta og af hverju það er rangt.
Veiðileyfagjöldin, með hækkun skatta, er gott dæmi af hverju gervigreind mun ekki yfirtaka eitt né neitt. Síendurtekið halda margir að með hækkun skatta þá leysist tekjuhlið ríkiskassans en sé gervigreind spurð þá væri hún fljót að svar að svo er ekki. Ansi oft hefur verið sýnt fram á það að hærri skatta lækki í raun tekjuhlið ríkiskassans. Það þurfti enga gerivigreind til að svara því en samt sem áður er margir sem vilja framkvæma andstæðan hlut og hækka skatta.
Ef gervigreindin er svona æðisleg af hverju hlusta þá svona fáir á hana? Svarið er að gervigreind tekur ekki ákvörðun. Hún einfaldlega bregst við aðstæðum sem hún er beðin um að bregast við. Margir hafa spáð að störf munu deyja út s.s. eins og lögfræði. Líklega mun þurfa færri lögfræðina en stéttin er langt frá því að deyja út því td. fer gervigreindin ekki í réttarsal því hún gæti ekki tekið ákvörðun því einhver verður að standa að baki ákvörðunni.
Hið mannlega er langt frá því að deyja út en á sama tíma er það sífellt barátta að hið mannlega fái rödd sína t.d. með tjáningafrelsi. Mannréttindadómstólinn er gott dæmi um hlut sem stofnaðar er um hið mannlega en hefur með tímanum snúist algerlega í andhverfu sína. Hið mannlega verður ekki þröngvað upp á fólk. Það er lifandi fyrirbæri sem er síbreytilegt líkt og maðurinn sjálfur.
Það sem mannlegt er að gera mistök þá mun gervigreind ekki leysa þann vanda. Að láta gervigerind taka ákvörðun fyrir sig er einfaldlega heimska því þegar upp er staðið þá stendur einstaklingurinn alltaf uppi með ákvörðunina.
Til að einfalda hlutina fyrir ríkisstjórnina þá ætti hún að fresta öllu, taka sig saman í andlitinu og taka eitt skref í einu. Gervigreind myndi varla segja þeim það.
![]() |
Lýsir miklum áhyggjum í bréfi til valkyrjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2025 | 20:53
Skoðannakannanir hafa ekkert vægi
Eitt það furðulegasta í pólitískri umræðu, og jafnvel almennt, er að láta eins og skoðannankannanir hafi eitthvað vægi. Niðurstöður þeirra segja ekkert meira en það sem hópurinn svaraði. Niðurstaðan hefur engan almenna vísbendingu um hvað sé að gerast.
Þetta er fínn grundvöllur að umræðu eða réttara sagt innihaldslausri umræðu. Niðurstaða úr könnun eins og hjá Maskínu þar sem rúmlega 1000 manns svara hefur ekkert vægi um niðurstöðu á landsvísu.
Fyrir því eru ansi margar ástæður og t.d. ein góð er að tæplega 20% íbúa landsins hafa ekki kosningarétt á landinu. Hvað vitum við um hvort þeir fá að svara svona könnunum?
Blöðin smatta á þessu eins og allir séu að styðja ríkisstjórnina, styðja frumvörp þeirra o.s.frv. Segir okkur allt um innihaldsleysi íslenskra fjölmiðla sem er ekki lesefnis virði (þótt maður renni yfir þetta). Ef við bætum við málfari fjölmiðla þá verður þetta bara enn pínlegra.
Svör þúsunds manns hefur ekkert að segja hvað almenningi finnst um ríkisstjórnina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2025 | 18:26
Skömm af veiðgjaldafrumvarpinu
Skömmin í kringum frumvarpið er á svo mörgum sviðum að réttast væri að láta það hverfa þegjandi og hlj́oðalaust. Svo virðist sem að stjórnarþingmenn hafi ekki lesið frumvarpið og halda fram hlutum sem standast ekki. Löngum hefur verið vitað um ranga útreikninga en þó sýnu verst að halda því fram að þingmenn eigi að hlusta á einhverjar skoðannakannanir séu vettvangur til að koma frumvarpinu áfram.
Gera má ráð fyrir því að fæstir, ef nokkrir, sem voru spurðir hafi lesið frumvarpið og skilið hvað það fjallaði um. Aukin skattlagning er ekki bara peningur sem kemur í ríkiskassann heldur mun hafa víðtæk áfrif á allt í landinu. Að halda því fram að meirihluti landans styðji frumvarpið, án víðtækra skýringa á afleiðingum þess, er blekking á hæsta stigi.
Það gleymist alveg í umræðunni að sjávarútvegsfyrirtæki styðja oft við íþróttafélög og staðbundna viðburði. Slíkir styrkir eru ekki sóttir endilega eitthvert annað og ólíklegt má telja að ferðaþjónustufyrirtæki hafi það mikið aukareitis. Minna líf í bæjum þýðir minni áhugi að sækja og meiri líkur á að verði draugbæir líkt og suðurfirðir austfjarða voru rétt fyrir aldamót.
Augljóslega úr búið að senda stuðningströll stjórnarinnar á alla samfélagsmiðla og yfirtaka athugasemdir. Held reyndar að flestir séu orðnir frekar þreyttir að lesa alltaf sömu rullurnar og sleppi að lesa sem leiðir að lokaorðum.
Ríkisstjórnin stefnir í umboðsleysi líkt og ríkisstjórn Jóhönnu gerði. Getur vel verið að hún hjari út tímabilið en mun þá bara vera starfsstjórn sem kemur engu í verk. Sú niðurstaða er einungis í boði stjórnarinnar sjálfrar. Þau virðast hafa misst alla almenna skynsemi og vitræna nálgun á verk. Svona er að kjósa tækifærissinna til valda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2025 | 22:08
Trúur Kristrún að þetta séu viðræður
Líklega hefur hún ekki kynnt sér aðildarferlið að ESB. Nema hún ljúgi að vita ekki að þetta er innleiðing regluveldis sambandsins. Kæmi ekki á óvart miðað við stjórnarfar hingað til.
Lítur ekki út fyrir sanngjarna þjóðaratkvæðagreiðslu því hún er byygð á lygi.
![]() |
Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2025 | 20:35
Hlýðið Víði - aka hlýðið ríkisstjórnni - hún inniheldur Víði
Eitt sinn datt einhverjum í hug að búa til boli með áletruninni Hlýðið Víði þegar Covid var frekar stutt á veg komið. Nú vill ríkisstjórnin, með Víði innanborðs, að þeim sé hlýtt og öllu mokað í gegn burtséð frá því hvort það sé boðlegt að samþykkja.
Þessi þráhyggja með bókun 35 er frekar skrýtin. Björn Bjarnason vill meina að hún sé þegar til staðar en samt vill enginn annar kannast við það. Landráðsákæra á hendur Þorgerði vegna frumvarpsins var úthýst af Spanó því ekkert í frumvarpinu benti til landráðs. Líklega hefur hann ekki lesið bréfið sem var sent. Samt með hans orðum þá virðist þingmönnum leyfilegt að setja hvað sem er í frumvarp og það verði bara að skoða eftir á hvort standist stjórnarskrá. Frekar furðuleg yfirlýsing.
Glundroðin er augljós og þegar formenn láta ekkert í sér heyra þá bendir það til mikillar sundrungar en ekki samheldni eins og sífellt er verið að reyna telja okkur trú um. Þjösnagangurinn og hrokinn í ráðherrum Viðreisnar er slíkur að þjóðin hefur ekki áður orði vitni af í slíkum mæli. Samt þegir forsætisráðherra sem kemur mér ekki á óvart enda tækifærissinni og vita vonlaus stjórnandi.
![]() |
Guðrún: Upplausn á stjórnarheimilinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2025 | 18:23
Eðilegt að utanríkisráðherra sé við þinglok er hennar mál er rætt
Hennar eina mál er reyndar bókun 35 en hún getur ekki tekið þátt í þeim því hún þarf að leika sér í útlöndum. Það er mikilvægara en að sinna starfi sínu. Svo eru þingmenn hissa á að virðing fyrir störfum þeirra sé við frostmark. Farið að vinna vinnu ykkur og sinna henni eins og annað launafólk þarf að gera.
Reyndar má sjá ljós við að hún sé að leika sér í útlöndum að á meðan gerir hún ekkert af sér eins og skrifa undir plögg án þess að láta nokkurn vita fyrirfram. Vinnubrögð hennar eru út úr kortinu.
Reyndar á það við um alla stjórnina sem virðist ekki vita hvernig á að vinna mál í samvinnu eða með traustum aðferðum. Flumbrugangurinn er svo mikill.
Vonlaus stjórn.
![]() |
Eðlilegt að utanríkisráðherra eigi samtal við þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2025 | 14:28
Hafró neitar að nota gögn frá fiskiskipum
Það er alveg skiljanlegt að útgerðamenn og sjómenn setji spurningar við aðferðir Hafró því þeir neita að nota gögn frá fiskiskipum. Flest ef ekki öll fiskiskip í dag eru með tölvur til að sjá samsetningu aflans. Ef of mikið er af litlum eða stórum fisk þá er leitað annað. Þessi gögn vill Hafró ekki sjá. Ekki einu sinni sem viðmið um hvernig miðin eru.
Nei þeir halda að þeirra eigin skip geti sinnt 700 þús ferkílómetrum til að sanna hvað er mikið magn af fiski í sjónum. Ein af stóru gagnrýnunum á Hafró var að þeir skoða ekki innihald maga fiska því ef ekkert er ætið hvað á fiskurinn þá að vera gera þar. Alveg eins og mannfólkið að þegar ætið er farið þá leitarðu annað. Fiskurinn hagar sér nákvæmlega eins nema í aðferðum Hafró þá er fast í sama farinu. Jafnvel þó ýsa finnist allan hringin kringum landið þá er talið að aðalæxlunarstöðvar séu sunnanlands.
Aðaferðir Hafró er eitthvað sem þarf að leysa upp og finna nýjan grundvöll að rannsóknum á magni fisks í sjónum kringum landið.
![]() |
Lýsa efasemdum um ráðgjöf Hafró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2025 | 20:54
Kominn tími á að slökkva á sjálfstýringu alþingismanna
Kæran er athyglisverð þar sem lögin hafa ekki enn verið samþykkt en inntakið er gott. Það verður að útkljá hvenær er verið að vinna eftir stjórnarskrá landsins.
Núverandi ríkisstjórn, sem kallar sig verkstjórn, heldur að það þurfi ekkert að vinna með öðrum og hvað þá að hlusta á þjóðina. Þau vita allt betur og okkur ber bara að hlýða.
Andsvar Þórdísar sýnir hverjir eru í raun hræddir. Allt tal ESB sinna um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið mantran "við hvað eru þið hrædd". Raunveruleikinn er sá að þetta fólk er hrætt og telur sig vinna vel fyrir þjóð með að valta fyrir hana. Hlusta ekki á mótraddir er rök um hvort ekki sé betra að vinna málið betur.
Listinn er langur og lengist á hverjum degi. Sömu vinnubrögð eru höfð uppi á borðum. Þess vegna er kæran athyglisverð en mér segir svo hugur að vók ríkissaksóknari vísi henni á bug. Kerfið ver sig út í hið óendanlega.
![]() |
Samtökin Þjóðfrelsi kæra utanríkisráðherra fyrir landráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)