16.5.2025 | 12:15
Betri lífskjörum við ríkisstjórnin fórna fyrir skattpening og ESB aðild
Það er alveg í anda ríkisstjórnarinnar að vilja fórna betri lífskjörum á borði Mammons með aðild að ESB. Að klæaða það í atkvæðagreiðslu um áframhald samnings er bara yfirklór og blekking.
Mesta blekkingin er að halda að þau séu að bæta lífskjör með aðgerðum sínum.
Vont er það að blaðra út í eitt um hluti sem eru einugis ætlaðar til heimabrúks samanber yfirlýsingar utanríkisráðherra.
Ljóst er þó að fólk hefur það of gott því andvarinn gagnvart þessari árás er enginn. Það þegja flestir þunnu hljóði og ESB sinnarnir halda að þeir séu komnir í nammilandið.
![]() |
Lífskjör best á Íslandi að mati SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2025 | 12:35
Aðeins á forsendum Viðreisnar
Embætti lögreglustjóra er ekki eins og sendiráðsstaða. Það á ekki að vera leiðin að senda þig út og suður eftir hentugleika. Til þess er verið að auglýsa stöðurnar en Þorbjörg finnst það ekki tiltökumál. Bara bjóða honum að flytjast hinu megin á landið, þar sem enginn alþjóðaflugvöllur er, og að það sé algert gylliboð.
Þvílík vanvirðing fyrir embættum og enn meiri vanvirðing gagnvart starfsmanni. Kemur svo sem ekkert á óvart frá Viðreisnarliði sem hugsar fyrst út frá sér, síðan nánustu vini, samtarfsfólk og restin er bara þarna (og á ekki að taka þátt).
Drottnunarstjórnun er alsráðandi hjá þessum flokki og gerir lítið annað en að skaða landið.
![]() |
Var boðið embætti lögreglustjórans á Austurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2025 | 12:57
Utanríkisráðherra tókst að gera eitthvað að viti
Hún hafnaði umsókn Rastar um mengun sjávar sem átti að hafa það að markmiði að auka kolefnisbindingu. Einhver mesta firra og fáránleikaháttur sem fundinn hefur verið upp. Nú stóð utanríkisráðherra í lappirnar og hafnaði umsókn á lagatæknilegu atriði.
Gætu svo sem sótt um aftur en fjörðurinn fær allavega frið þetta árið.
Hvernig mönnum dettur í hug að eyðileggja útivistarparadís í nafni rannsókna er ótrúlega vitlaust. Hreint út sagt lygilegt að þetta hafi komist á umsóknarform yfir höfuð.
Sigurinn er ekki alveg unninn og nauðsynlegt að halda vöku okkur. Ríkisstjórninni tókst að gera eitthvað jákvætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2025 | 23:04
Aumingja ríkistjórn(in)
Hún heldur að hægt sé að koma öllu í lag með sköttum og þannig redda rétta kúrsinn í fjármálum ríkisins. Þvílík blekking eins og vel kemur fram í fréttinni. Þau eru einfaldlega að gera vont enn verra.
Ekki skánar það þegar lögð eru fram frumvörp þá er þjösnast áfram og haldið að ekki þurfa að ræða málin. Enda mjakast varla neitt áfram því þjösnagangurinn gera málinn enn verri og erfiðari viðfangs. Það þyrfti að kenna þessum flokkum ansi margt í mannlegum samskiptum nema hvað þau eru flest miðaldra og vel það.
Blekkingin um að nóg sé að vera í stjórn, og að það sé í lagi að svíkja loforð, gengur ekki ein og sér. Það þarf smá vit, bein í nefinu og hyggjuvit ásamt mannlegri reisn. Þessir flokkar hafa ekki sýnt neitt af því, miklu nær að sýna andstöðuna.
Hvernig þessi ríkisstjórn lifir er orðið mjög skrýtið en virðist ekki vera neinn samnefnari nema að vera í stjórn.
![]() |
Margir þingmenn með ranghugmyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2025 | 10:50
Þýðir ekki að keyra vindmylluorkuver í gegn ef Landsnet uppfærir ekki flutningsnetið
Lykilsetningin í fréttinni er þessi: "Eftirspurnin vex eðlilega, en framboðið er ekki að koma inn, við höfum ekki náð að koma nýju framboði inn auk þess sem flutningskerfi Landsnets hefur tafist"
Það hefur engan tilgang að setja upp orkuver ef flutningskerfið er ekki uppfært og því miður er það orðið flöskuhálsinn í öllu dæminu. Að fréttamaður skuli ekki grípa þetta segir margt til um hversu illa þeir eru að sér í þessum málum.
Vindorkuver eru skaðleg umhverfinu og ótraust eins og sást í rafmagnsleysinu á Íberíuskaganum. Að setja traust á að það færi svo mikla orku er blekking sem því miður er Landsvirkjun alveg heillum horfinn í þá blekkingu. Gunnar Heiðarsson hefur skrifað fín blog um mengun og hversu illa orkan skilar sér.
Vindorkuver eru alger óþarfi á Íslandi og gera fátt annað en að menga. Orkunni er betur fengin með vatnsorku eða hitavarma.
Stærsta vandamálið í orkumálum í dag er uppfærsla Landsnets á flutningskerfinu. Er kannski enginn peningur til frekar en í vegakerfið?
![]() |
Erfiðu vatnsárin það versta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2025 | 12:48
Kína beitir blekkingum og sama er gert með gervigreind
Það er vel útlistuð grein á Zerohedge sem fer vel yfir hvernig Kína beitir blekkingum við birtingu hagtalna hjá sér. Þegar þær verða óþægilegar þá er einfaldlega hætt að birta þær. Margir halda því fram að Kína sé stórveldi vegna hagsældar þar en taka ekki tillit til blekkingarinnar. Tökum sem dæmi fasteignamarkað sem er svo illa fjármagnaður að hann stendur engann veginn undir sér. Samt er haldið áfram að byggja. Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum.
Það spurðist út að Kínverjum fækkaði í fyrra og það er alveg ljóst að þeim mun ekki fjölga í nánustu framtíð, nema hleypi flóttamönnum inn í landið. Atvinnuleysi meðal ungs fólks að fyrir marga er erfitt að sjá framtíð með fjölskyldu.
Margt í kringum gervigreind er beitt af svipaðri blekkingu. Nú er hugbúnaður varla auglýstur nema bætt sé við AI og það þrátt fyrir að eiginleikinn hafi verið til staðar áður en farið var að auglýsa gervigreindina. Alltof mikið af þessu er blásið upp sem eitthvað rosalegt en í raun eingungis í skötulíki.
Evrópubandalagið er farið að fylgja sömu línu og ríksistjórn Íslands fylgir auðvitað sömu línu. Áhugaverð umfjöllun um söguskoðun á WWII á rt.com sýnir vel hvernig blekkingum er beitt til að fegra stöðu. Þetta gerðu vesturlönd og vildu helst stroka yfir allt sem Rússar áorkuðu í styrjöldinni.
Að blekkja er ekkert nýtt en fær mann til að hugsa: Höfum við einhverntímann séð hinn raunverulega heim?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2025 | 13:28
Hvað réttlætir gríðarlega hækkun á lóðaverði?
Þegar skoðað er lóðaverð úr Kópavogi á raðhúsalóð þá mætti búast við sé fylgt verðbótum frá 2007 að verðið ætti að vera um 19 miljónir. Nei verðið er 40 miljónir og það án þess að verið sé að byggja skóla eða leikskóla. Hvernig er hægt að réttlæta svona hækkun?
Fer þetta kannski í að borga hækkun launa bæjarfulltrúa sem auðvitað er löngu komin út úr öllu almennri skynsemi. Launamál opinberra starfsmanna er í engu samræmi við framlag þeirra til samfélagsins og flestir alltof hátt launaðir, þetta á sérstaklega við um skrifstofufólk.
Það er vitað að flest sveitafélög eru illa rekin sem að hluta til skýrist af gæluverkefnum eins og borgarlínu. Annar angi of há laun bæjarfulltrúa og sporslur sem sóttar eru með nefndarfundum og öðru. Tala nú ekki um tilgangslausar utanlandsferði á dagpeningum.
Enn eitt sjónarhornið er ríkisrekstur sem stendur fremst í þessu launaskriði og sporslum. Þaðan kemur ekkert aðhald.
Svo halda sumir að ESB muni einhverju breyta í þessum málum, þvílíkir kjánar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2025 | 12:45
Áróðursmyndir ríkisstjórnar í anda Norður-Kóreu
Þær eru voða alþýðlegar að bjóða gleðilegt sumar forsætisráðstýra og utanríkisráðstýra en svo agalega uppsett að kjánahrollur fer um mann. Það getur vel verið að þær hafi gaman að garðvinnu en til hvers þarf almenningur að vita það og af hverju hefur utanríkisráðstýran aldrei sýnt svona mynd áður.
Ég breiði ekki út áróður svo að vilji lesandinn sjá myndirnar þá leitaðu að þeim.
Auðvitað er þetta í anda ESB ráðstjórnar áróðurs að framkvæma svona hluti. Von den Leyer þarf ekkert að breiða svona út hún einfaldlega segir það hreint út: Við viljum glóbalisma og Evrópa á að vera þar í forsvari með stjórnun í anda Kína. Sagði þetta kannski ekki alveg þessum orðum en inntakið er í þessa átt.
Þekki ESB sinna sem segjast ekki vera sósalístar og virkilega trúa því að ESB sé eitthvað annað en sósíalískt fyrirbæri. Halda því meira segja frama að ESB muni eflast (jafnvel stækka) en horfa alveg framhjá hagfræðilegum staðreyndum síðustu ára. Tala um styrki en halda að Ísland þurfi ekki að borga neitt í staðinn. Rullan um vexti og gjaldmiðla er svo vitlaus að ESB sinnar fengju ekki einu sinni F (0,1 í tölum) í skóla fyrir svör um þessa hluti.
Fiskveiðistjórnunarkerfið sem sumir vilja mæra hér á landi er enn verra í ESB. Þeir hreinlega eru þekktir fyrir að þurrka upp miðin hjá sér með stjórntækjum sínum. Svo halda ESB sinnar að Íslendingar hafi eitthvað að segja um kvóta eftir að hafa gengið í ESB. Hinir sömu hafa hreinlega ekki hundsvit á þessum málum. Svona til að upplýsa þá er stefnan að eftirlit og rannsóknir eru á vegum lands en kvótinn ákveðinn í Brussel. Inn í miðju landi sem er hending ef æxlast að fara á ströndina til að sóla sig en að setja sig inn í veiðar er óþarfi.
Ríkisráðstýrur sem láta mynda sig svona hafa ekkert fram að færa. Þær hafa ekki sjálfsstæði, enga sjálfsviringu, enga stefnu nema að fá að stjórna og helst að koma völdunum yfir á annarra hendur. Þær verð víst að fá að spóka sig í rándýrum kjólum, brosa breitt og láta mynda sig með ráðstjórnar fólkinu.
Ef fram sem horfir þá býður landans ekkert annað en sömu hörmungar og áttu sér stað fyrir tæpum 800 árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2025 | 12:38
Myndin sem ekki er skoðuð í ákvörðun skipulags
Þegar myndin með fréttinni er skoðuð sést svo vel af hverju þetta gímald passar engan veginn í umhverfið. Blokkin sem íbúarnir búa í er innan við 1/5 af stærð græna skrímslisins. Hefðu þeir sem sinna skipulagi sóst eftir svona mynd þá hefði sést strax hversu illa þetta passar í umhverfið og allar lélegu afsakanirnar hefðu aldrei verið sagðar.
Við þéttingu byggðar á höfuðborgasvæðinu er aldrei farið fram á loftmyndir af svæðinu til að kanna hvernig það hefur áhrif á umhverfið. Líklega af því að engin lög segja til um það. Vinnuferli í íslensku skipulagi er of oft svo lélegt að það er engum bjóðandi.
Skipulag Reykjavíkur er orðið svo óspennandi, dimmt og drungalegt að það er ekkert að sækja vestur fyrir Kringlu lengur. Ekki það að ég bý í Kópavogi en ekki tekur betra við þar. Öll byggðin á Kársnesinu er gerð án þess að gera nokkuð til að bæta umferðina. Haldið er í vonlausa hugmynd um borgarlínu eigi að leysa málin. Svo vitlaust að göturnar eru að verða verri en malarvegi því ekki eru til peningar að gera við. Biðin eftir borgarlínu gerir ekki ráð fyrir að gera við göturnar.
Annað gott dæmi úr Kópavogi er bygging við Hátröð sem þarf að nota Digranesveg til að komast leiðar sinnar. Þar er ekkert gert til að bæta umferð en samt eru byggingarnar á milli skóla með tilheyrandi umferð. Þarna eiga bílarnir að löllast áfram yfir endalausar hraðahindranir þar sem ekki er hugsað um leiðir til samtvinna betur gangandi umferð og bíla. Skömm af þessu.
![]() |
Buðust til að kaupa íbúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2025 | 14:06
Niðurstaða breska dómstólsins fagnar fjölbreytileika
Niðurstaða breska hæstaréttar um líffræðilega kyn er í raun niðurstaða að fagna fjölbreytileika. Það fæst með því að einfalda reglur og fjölbreytileikinn sé hugrænn en ekki lagalegur. Fjölbreytileiki fæst ekki með lögum eða kúgun um þátttöku á einhvern hátt. Fjölbreytileiki er sjálfsprottin. Niðurstöðunni ber að fagna og ég óska kvenkyninu til hamingju að fá aftur rétt á sín einkarými.
Lög og skattar eiga að vera eins einfalt og hægt er til að leikmaðurinn skilji þau. Með því að flækja, hækka skatta, þá er verið að bæla niður frjálsu sjálfsprotnu tjáningu mannkyns. Öll leið að flækja og hækka er leið bælingar og einsleitni. Þess vegna sjáum við boð um að fagna fjölbreytileika í stað þess að fólk fagni honum á eigin vegum.
Einstaklingar búa til fjölbreytileika, ríkið býr til einsleitni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)