Sjálfvirkni sem kölluð er gervigreind

Eftir því sem ég les meira af greinum um gervigreind þá sést svo vel að þetta er söluorð til að selja þér virkni. Það er engin greind þarna á bakvið heldur er þetta þróun sem hefur átt sér stað síðust 40 árin, betri forritun og sér í lagi á endurteknum hlutum.

Margir fara með hástemmd orð um þetta en alltaf er lendingin að þetta snýst um sjálfvirkni á endurteknum hlutum en ekki greind sem færir okkur nýja þekkingu. Gervigreind er því ekkert annað en samansafn af fortíð okkar og mun ekki þróa nýja hluti. Heldur vinna það gamla á nýjan hátt sem þýðir betri forritun á því sem til er.

Björgmundur skrifaði grein á visi.is þar sem hann telur upp 14 störf sem munu finna fyrir sjálvirknivæðingunni. Allt störf sem nú þegar finna fyrir þessu: þjónuststörf, afgreiðslustörf, bankar, lögfræðingar, verkfræðingar o.fl. Hann nefnir líka kennara sem eiga að verða óþarfir en þarna held ég að hann skjóti yfir markið. Því þótt hægt sé að setja út efni staðlað þá þarf að kenna að lesa í efnið og það gerist ekki á sjálfvirkan hátt.

Athyglisvert er að hann, sem ráðgjafi, telur að þetta hafi ekki áhrif á störf þeirra. Satt að segja held ég að því verði einmitt öfugt farið ef forrit getur aflað þér upplýsinganna. Hann hefði alveg eins getað nefnt þingmenn sem virðast varla nenna að lesa alla lögfræðitextana sem þeir eiga síðan að kjósa um.

Mesta hættan við þessa sjálfvirknivæðingu er að hún verði notuð til að mata fólk af upplýsingum. Þar er svo einfalt að ganga út frá ákveðinni línu og við sjáum það svo glögglega í dag í meginstraumsfjölmiðlum.

Ein staðreynd sem gervigreind getur aldrei breytt: Hvað gerist þegar fólk verður svangt og það getur ekki borgað fyrir mat?


Huglægt andstætt náttúrlegri nálgun á veruleikann

Þetta er stór deila í félagsvísindum um hversu mikið við erum náttúrulega fædd og hversu mikið hið huglæga/félagslega hefur áhrif á okkur.

Sagan kennir okkur að þegar hið huglæga nær yfirhöndinni þá er voðinn vís, og þetta er síendurtekið stef. Tökum sem dæmi um Napelón en hann náði miklum sigrum með nýrri tækni í stríðum en fór svo í huglægt ástand að reyna vinna Rússa og tapaði. Það sama á við um evrópuríki í dag sem hald að þeir geti unnið Rússa og megi ekki hætta stríðrekstri í Úkraínu.

Hin huglæga kommúníska stefna sem hefur fylgt evrópu eftir stríð og sér í lagi eftir fall Berlínarmúrsins er gott dæmi um huglæga stefnu. Fyrst var farið í samruna ríkja í nafni tolla og viðskipta. Síðan var farið í loftlagsmál og loks að brjóta upp fjölskyldumynstrið með feminísma og fleiri stefnum.

Helga Dögg kemur með góða lýsingu í dag á huglægum veruleika í stjórnkerfinu. Þar er kerfið orðið svo sýkt að það vill taka fram fyrir hendur á foreldrum. Greiningadeild ríkislögreglustjóra hér á landi er álíka sýkt þegar þeir fjalla um hægri öfgabylgju í stað þess að tala alemnnt um öfgar sem eru á öllu pólltíska litrófinu.

Mannréttindastofnanir eru gott dæmi um huglægan veruleika sem nægir ekki að sýna fram á réttindi einstaklinga heldur fara út í að boða mannréttindi hópa.

Líkt og með öllu huglægu þá gengur það alltaf lengra en hið náttúrulega því hugurinn hefur í raun engin mörk. Ein hugmynd í dag getur verið miklu stærri á morgun og þá skiptir raunveruleikinn engu máli. Dagdraumar sýn vel hugræna nálgun á veruleikann. Getur veitt ró um tíma en á fátt sameiginlegt með náttúrulegum raunveruleika.

Núverandi ríkisstjórn þrífst á huglægum nótum og gerir lítið úr raunveruleikanum. Þetta sést vel í umræðum (eða skort) um veiðileyfagjöldin og aðrar hækkanir á sköttum. Þetta sést líka vel hvernig stjórnin les breytingar í alþjóðastjórnmálum þessi dægrin.

Það sammerka með huglægri nálgun á veruleikann er að eiga svo erfitt með að gefa eftir og viðurkenna mistök. Því er haldið áfram út í hið óendanlega sem leiðir til algers hruns. Það nægir að horfa í loftlagsmálin til að sjá að hið huglæga met á þau er að leiða til algers hrun hjá þjóðfélögum.

Því miður hafa háskólar alltof mikið farið á huglægan nálgun veruleikans sem er að leiða til hruns í menntamálum. Við erum hætt að forvitnast um veruleikann og látum mata okkur að alls konar huglægri vitleysu. Gervigreind ýtir enn frekar undir þennan veruleika enda mikið af texta þar unninn á huglægan hátt. Reyndar er fólk að láta plata sig með spjall gervigreindaforritum því þau eru bara ný leið til að fá upplýsingar um þig eins og samfélagsmiðlar nota grimmt.

Náttúruleg vitneskja verður ekki til með gervigreind heldur með forvitni. Huglægt mat sem efast ekki um veruleikann er stórskaðleg. Náttúruleg nálgun á veruleikann kemur okkur áfram en huglæg nálgun færir okkur skref aftur á bak.


mbl.is Beint: Hvert stefnir Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni Viðreisnar ráðherra að svara í frösum

Hvernig getur ríkisstjórn sem kom á skortkerfi leiðrétt það með hærri greiðslum til ríkisins. Þetta svar um að sé leiðrétting stenst enga skoðun því kerfið var ákveðið af ríkisstjórn en ekki þjóðinni.

Hræsnin að tala um að standa ekki með þjóðinni er ekkert annað en innihaldslaus frasi til að losna við að svara spurninginni um tvöföldun skattgreiðslna. Einnig að sleppa að svara fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir minni byggðir landsins.

Það er ekki að standa með þjóðinni að ganga í ESB eins og Viðreins heldur.

Frasar eins og "Veistu hvað þeir græða í sjávarútvegi" er ekkert nema öfund og léleg þekking á sjávarútvegi. Þótt nokkur fyrirtæki hafi komið áru sinni vel fyrir borð þá á það bara alls ekki við um heildina. Að sjá það ekki er alger hræsni.

Mesta hræsnin er að halda að ESB sé með betra kerfi en Íslendingar.

Viðreisn er ekki bjargandi í hræsni sinni.


mbl.is Hanna Katrín: „Mér er nokkur vandi á höndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB sinnar eru vinstri sinnar

Könnun þar sem helmingurinn tekur ekki þátt getur ekki útlistað neinu um hvað þjóðinni finnst. Þetta getur vel verið niðurstaða könnuninnar en ef staðalfrávikið er ansi hátt þegar helmingurinn svarar ekki.

Niðurstaðan er, eins og vitað var fyrir, að þetta mál klýfur þjóðina í tvennt og langt frá því að vera sáttaleið um pólitíska framtíða landsins.

Flokkur eins og Viðreisn heldur að hann sé hægri flokkur en allt sem hann framkvæmir er svo mikið til vinstri að hálfa væri nóg. Það er voða gaman að blekkja sjálfan sig en flokkur sem vill ganga í kommabandalag ESB er ekki hægri flokkur. Ekkert frekar en flokkur sem vill auka enn frekar veiðileyfagjald í sjávarútvegi er ekkert annað en helber vinstri flokkur.

Það allra skondnasta er að ræða við ESB sinna um aðild að ESB. Þar koma frasarnir eins og vextir, spilling, styrkir, gjaldmiðill og eitthvað álíka. Síðan þegar maður spyr aðeins upplýsts efni, eins og breytilegir vextir í ESB, þá er fátt um svör. Þar er alltaf miðað við vexti seðlabanka evrópu eins og það séu vextir sem allir bankar evrópu noti. Alveg eins og á Íslandi er vextir seðlabanka einungis viðmið en ekki sannindi. Ekkert frekar en það að minni lönd borga hærri vexti en þau stóru.

Staðreyndin er sú ef Ísland næði viðmiðum um inntöku evru þá væri engin þörf fyrir evru. Þá væri vaxtakostnaður líklegri til að vera lægri en í ESB.  Vaxtatalan segir ekki alla söguna en í dag er vaxtakostnaður á svipuðu róli hvað sem ESB sinnar segja. ESB sinnar tala aldrei um vaxtakostnað því það sýnir svo vel innihaldsleysi í frösum þeirra.

Það er voða þægilegt að tala í frösum og sleppa að taka inn alla gallana en það er ekki rökræða heldur áróður.


mbl.is Ríflega 44% eru hlynntir því að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin skattheimta í sjávarútvegi eykur samþjöppun

Þegar boðaðar hafa verið 100% hækkun á veiðileyfagjaldi og halda því fram að hafi engin áhrif þá segir þessi frétt allt sem segja þarf.

Fiskiskipum hefur fækkað síðasta áratuginn á sama tíma og skattheimtu hækkar. Eðlilega leitast færri eftir að eiga ekkert eftir þegar rekstur er gerður upp það árið. Hinir sem enn nenna þessu kaupa þá upp hina sem hætta.

Heimskan í ríkisstjórninni er svo mikil að þau sjá þetta ekki og tala um leiðréttingu. Er hægt að vera heimskari.


mbl.is Fiskiskipum heldur áfram að fækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi eins hóps hefur alltaf áhrif á annan hóp

Einhver skrýtnasta mýta síðustu ára er að mannréttindi hafi ekki áhrif á aðra. Vissulega má gera betur gagnvart einhverjum hóp en að halda að það gerist í tómarúmi er heimska. Vinstra fólk hefur verið mjög upptekið af mannréttindum og gert það að sínu helsta baráttumáli. Útkoman eru alls konar þvinganir á aðra hópa.

Þannig fá t.d. þeir sem vilja skipta um kyn mun meira vægi í umræðu og fjölmiðlum en þeir sem nota táknmál sem sitt aðalmál. Samt er sá hópur stærri og þarf meiri aðstoð til að ná almennilega sambandi við aðra, þar sem fáir kunna eitthvað í táknmáli. Undanfarin ár hafa tröllriðið yfir okkur að við eigum að gera hitt og þetta fyrir þá sem vilja skipta um kyn, breyta tungumálinu, flagga o.s.frv.

Hvað gerum við fyrir þá sem tala táknmál á sama tíma. Nákvæmlega ekkert meira en gert hefur verið hingað til. Þannig að sá hópur fær ekki aukin mannréttindi en hinn hópur á að fá allt. Þjóðfélag geta ekki þrifist undir svona kringumstæðum. Fyrir þá sem vilja skipta um kyn þá verða þeir að sætta sig við að þvinganir gagnvart öðrum ganga ekki upp. Það hefur svo oft sannað sig í gegnum tíðina og þekktast í dag er úr seinni heimstyrjöldinni.

Mannréttindi koma einnig mikið við þegar talað er um Palenstínumenn. Hins vegar er ekki minnst á það þegar talað er um Sýrland, Líbanon, Armeníu, Yemen og fleiri lönd. Þá allt í einu skiptir umræðan um mannréttindi ekki eins miklu máli.

Staðreyndin um hugtakið mannréttindi er að það er svo misnotað í pólitískum tilgangi að ekki stendur steinn yfir steini hver merkingin er þegar það er notað í fjölmiðlum eða umræðu. Hefurðu hugleitt það að við hækkun veiðileyfigjalda þá ertu að taka mannréttindi af fólki sem vinnur í þessum geira?

Auðvelda svarið er að svo sé ekki heldur sé þetta leiðrétting. Þá spyr á móti leiðrétting fyrir hvern? Þegar hugtakið mannréttindi er notað í pólitískum tilgangi þá tapa allir.

 

E.S. Líklegt er að ungt fólk skilji ekki orðanotkunina steinn yfir steini og því verður að spyrja hvað um mannréttindi íslenskrar tungu að vera skilin?


Fáheyrt að bjóða upp á aðra eins vitleysu í stjórnarsamstarfi

Eina sem stjórnin virðist geta hrósað sér af er hraðafgreiðsla þingmála í gegnum þingið. Því miður er þingið bara stimpilverksmiðja þar sem fólkið er sett í ruslaflokk. Þessi ríkisstjórn verður ekki minnst fyrir vandaða stjórnsýslu, vel unnin mál eða einstök gæði.

Minnst verður þessar stjórnar fyrir skandala, lélega stjórnsýslu, yfirlýsingar án umboðs alþingis eða þjóðar og smjaðra upp ákveðið lið.

Ömurleikinn verður ekki meiri.


mbl.is Kristrún: Fáheyrt að vinna svona hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifærissinnuð ríkisstjórn

Íslandi í dag er stjórnað af tækifærissinnum. Það átti einnig við um síðara tímabil síðustu ríkisstjórnar. Í raun má segja að aðeins ein ríkisstjórn síðan eftir hrun hafi fylgt eftir smá snefil af stefnu þegar Sigmundur fékk forsætisráðuneytið. Allar hinar hafa meira og minna verið tækifærissinaðar.

Tækifærissinnum er að finna á öllu litrófi stjórnmála en því miður hafa allar stefnur gefið eftir á Íslandi enda lítill framgangur í landinu eftir hrun. Fjölgun ferðamanna var ekki stefna heldur tilviljun sem átti sér stað.

Með hækkun veiðileyfigjalda er farið eftir stefnu tækifærissinna og fyrir því eru þrjár megin ástæður:

1. Að halda að gjöldin séu stöðugar tekjur.

2. Að halda að það sé línulegt samband upp á við en ekki sveiflukennt.

3. Að gera ráð fyrir að hafi ekki áhrif á aðra þætti í atvinnulífi landsins.

Sömu þættir eiga við um bjánalega kommúnísku 5 ára fjárlagaáætlanir sem hafa aldrei staðist og leyfi mér að fullyrða að munu aldrei standast. Aðal ástæðan fyrir því er að það vantar stefnu. Svörin undanfarið í utanríkismálum er gott dæmi um tækifærisstefnu þar sem eitt svar er í dag en annað á morgun. Eitt við á um ákveðið ríki en allt annað um hitt ríkið, þótt megi finna ákveðinn sama grunn að baki.

Líkja má tækifærissinum við draugaskip. Þau halda floti en eru ekki á neinni leið, hvað þá á leið í land.


Sýndarveruleiki bæjarstjóra Kópavogs

Í dag voru fréttir á RÚV og visi.is um að bæjarstjórinn í Kópavogi hafi lagt til að lækka laun bæjarfulltrúa um 10%. Efnislega fylgdi ekkert meira um útfærslu á Rúv en þetta var sagt gert til að vinna á móti launahækkunum kennara. Visi.is var meira efnislega og kom þar í ljós að 10% voru laun fyrir setu í bæjarstjórn og lækkun á nefndarstörfum. Hins vegar áttu heildarlaun bæjarstjóra ekki að lækka og því bæri hún einungis 2% lækkun á móti allir hinir með 10%. Hún reyndi síðan að réttlæta gjörningin með að hinir væri í annarri vinnu en hún ekki.

Þótt þetti hljómi voða gott mál þá er þetta ekki einu sinni til að vega upp á móti launahækkun í einum skóla. Hver eru skilaboðin fyrir aðra starfsmenn Kópavogsbæjar? Að það megi ekki hækka launin þeirra meira, helst að lækka þau.

Vissulega eru laun bæjarfulltrúa og bæjarstjóra alltof há en afhverju þá ekki bara að segja það og leggja fram um gott fordæmi. Hætta verðbólguhvetjandi hækkun launa þeirra með launavísitölu og fylgja hækkunum á almennum markaði.

Svona sýndarmennska á heima í Samfylkingunni og bæjarstjórinn ætti að hætta að ljúga að sjálfri sér og skipta um flokk.


Tekur gervigreind saman ruslið eftir okkur

Eitt það umtalaðasta í tölvuheiminum er gervigreind og hún sé að umbreyta öllu saman og taka yfir störf okkar. Eiginlega meira í ætt við heimsendaspár heldur er raunveruleikann og hægt er að leggja út frá mörgum rökum sem hafna þessu.

1. Gervigreind mun ekki taka saman ruslið eftir okkur. Ef ekki er til efniviður í rafbíla þá er varla til efniviður í tæki til að safna ruslinu eftir mannfólkið.

2. Að byggja hús er ekki enn gert af róbótum eða gervigreind. Að hanna hús er hægt með gervigreind en það byggir þá á því að hafa öll hús út frá ákveðnum þáttum.

3. Bill Gates spáir því að eftir standi störf forritara, lífefnafræðinga og í orkuvinnslu. Hvað eiga allir hinir að gera? Hver framleiðir mat og skemmtanir fyrir þá sem enn vinna? Hvað með listsköpun eða handverk?

4. Þó gervigreind geti safnað miklum gögnum og útungað texta, myndefni og fleiri á stuttum tíma þá skapar hún ekki neitt í raun. Þetta er allt byggt á því sem er þegar þekkt. Ef nýsköpun er á undanhaldi vegna yfirtöku gervigreindar hvernig lærir gervigreindin þá nýja hluti? Með öðrum orðum það verður stöðnun eða réttara sagt bakslag þar sem hlutirnir breytast ekkert.

5. Þar sem hlutverk fólks staðnar þá hafnar það þessu með tímanum og leitar í annað.

6. Hvaðan á orkan að koma? Ef ekki kemur til nýrrar orkuöflunar þá kemur algert bakslag í framfarir á gervigreind.

Þessi ofurtrú á að tölvur breyti öllu gerist mun hægar en spámenn segja. Fyrir 40 árum spáðu menn að prentun myndi deyja út. Vissulega í skötulíki í dag en samt enn til staðar. Spámenn sögðu að vinyl plötur myndu deyja en samt seljast þær enn.

Ofmat á tölvutækni er ekki nýtt og þetta tekur mun lengri tíma en spámenn segja til um. Í dag vantar orku og efniviður er ekki nægur til að gera mannfólkið að ónytjungum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband