Er alþingi orðið aumingjastofnun?

Þessi spurning kemur upp í hugann þegar hugsað er til ríkisstyrktra stjórnmálaflokka. Rétta sagt félagasamtaka, Flokk fólksins, sem fær ríkisstyrk en er ekki stjórnmálaafl í lýðræðislegum skilningi.

Hvers konar aumingjavæðing er þetta. Hún var vissulega í boði Steingríms J. því styrkir þóttu of umdeildir eftir bankahrun. Afleiðingin lætur ekki að sér kveða. Skattféi á sóað á flokka sem komast ekki á þing eins og Sósílistaflokknum. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að borga fyrir áróður þeirra? Píratar fengu miljónir fyrir fyrirspurnir en skilja ekkert annað eftir sig.

Lög eru svo illa samin að það virðist enginn þingmaður vita hvað þeir eru að samþykkja. Ráðherrar eru síðan enn verri því þeir virðast ekki lesa minnismiða sem að þeim eru réttir. Tíu þingmanna flokkur ætti vel að komast yfir að lesa öll lög. Skipta verkum en fræða aðra um efni sem þeir lesa betur. Þessum vinnubrögðum er ekki fylgt eftir. Það er svo miklu skemmtilegra að láta dekra við sig, spila golf eða fara til útlanda.

Flokkur fólksins er allra verstu. Þar er skipt um fólk eins og nærbuxur og engin þörf talin á opnum samskiptum um stefnu og strauma. Þannig eiga kjósendur nú að kyngja loforðaflaum og stefnu fyrir kosningar sé troðið ofan í kokið á þeim. Bara vegna þess að nú eru þeir í ríkisstjórn. Ekki er hægt skrifa slíkt á ábyrgð því þá voru fyrr orð algerlega ábyrgðalaus.

Svona framganga telst ekki einu sinni popúlísk því það er skipt algerlega um stefnu.

Það jákvæða er að flokkurinn mun hverfa í næstu kosningum. Það mun enginn taka á mark á þeim og það nægir engan veginn að skipta um fólk.

Hið eina rétta orð yfir þetta er SPILLING.


Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu

Orkuskortur hefur verið tuggann síðasta árið og nú skal virkjað eins og enginn sé morgundagurinn. Ýkt setning en samt um margt raunsæ. Það er svo sem engin þörf á að setja virkjanir um allar trissur en vissulega þurfum við fleir virkjanir ef við ætlum að halda stjóriðjunni í landinu.

Ólafur Páll Jónsson skrifar grein á visi.is um Hvammsvirkjun og meintan orkuskort. Bendir þar á að aukning raforkuneyslu hafi ekki aukist það mikið síðasta aldafjórðung að hægt sé að réttlæta ofurmargar virkjanir (vatns, gufu eða vind). Gott mál að fá aðra skoðanir og vissulega sýnir fram á að þörfin er ekki alveg svona yfirdrifin líkt og hefur verið í umræðunni.

Hins vegar endar hann á að missa þráðinn og misskilja hlutverk stjóriðju. Margir hafa haldið því fram að allt í lagi sé að missa eitt álver út og nota rafmagnið til einkanota. Þessi mantra er gengu ekki upp því með sölu til stjóriðju þá lækkarðu verðið á rafmagni og auk þess kemur inn gjaldeyrir á móti því sem fer út. Þótt hagnaðurinn sitji ekki eftir á landinu þá lækkar stóriðjan verðið því tapið í dreifingu minnkar.

Með því að setja drefiningu enn meira til einkanota þá eykst dreifitapið. Spá orkustofnunar sýnir vel fram á þetta. Þetta þýðir einfaldlega að orkuverð mun hækka mun hraðar en t.d. verðbólga. Fyrir utan það að með tilkomu vindorkuvera mun orkuverð hækka enn meira.

Spá orkustofnunar er frekar óraunsæ. Hún gerir ráð fyrir allt að tvöföldun orkunotkunar á 25 árum. Sem þó hefur ekki aukist innan við fjórðung af því 25 árin á undan. Lyktar vel af pantaðri niðurstöðu um rafbílavæðingu, ásamt því að flug og skip komi einnig inn. Ekkert slíkt er að fara gerast sem sést vel á stöðnun rafbílasölu og rök um bílasala almennt dregist saman stendur ekki heldur undir sér.

Reiknidæmið um framleiðslu rafhlaðna fyrir bíla, skip, flugvélar og dreifikerfi gengur aldrei upp. Hráefnið er ekki til staðar og fyrir utan eyðilegging náttúrinnar við framleiðslu og förgun. Með þyngri bílum þá eykst viðhald gatna og þá þarf olíu svo það er langur vegur frá því að heimurinn sé að hætta olíunotkun. Að mörgu leyti er erfitt að sjá að þetta spari heimilum til lengri tíma vegna skattahækkanna og hækkandi orkuverðs vegna aukins dreifitaps. Annað raunsæi miðað hér á landi er detti rafmagn út þá ferðu ekki langt á rafmagnsbíl. Rafbíll gæti hentað á borgarsvæðum og stuttum vegalengdum en að öðru leyti óraunsætt að allir séu á slíkum tækjum.

Tal um orkuskort er gott mál en að mörgu leyti ýkt umræða og frekar óraunsæ. Hins vegar er þörf á slíku til að fá hreyfiaflið að koma hlutum í verk. Ef ekkert er komið af stað innan þriggja ára þá vissulega lítur dæmið illa út og þá getum við örugglega gleymt rafbílunum sem valkosti.


Sögulega hefur evrópu verið stjórnað með boðum og bönnum

Vangaveltur um að ESB vilji banna svokölluð hægri samtök frá því að setja efni á samfélagsmiðla eru verðugar. Á móti verður að taka tillit til þess að evrópu hefur, í gegnum tíðina, verið stjórna með boðum og bönnum. Þetta er í anda lénsveldanna og stjórnarfar sem helst við lýði þótt á yfirborðinu eigi það að heita lýðræðislegt.

Nægir þar að líta til Bretlands. Lengst af á síðustu öld var ansi margt bannað t.d. frjálst útvarp. Thatcher leysti það upp og opnaði en samt ekki að fullu. Það lifir lengi í gömlum glæðum og nú eru komin stjórnvöld sem vilja fara til baka.

Áberandi hefur verið í hinum svokölluðu frjálslyndu löndum að vilja banna ansi margt og sér í lagi ef það hentar ekki málstaðnum. Þannig hafa þeir sem efast um hamfarahlýnun fengið á sig ansi mörg viðurnefni. Hægt er að bæta við kynjaumræðunni og fleiri málum. Orðið í frjálslynda samhenginu var ekki laust.

Hér á landi endurspeglast þetta einnig í umræðu um gjaldmiðla. Þar sem sumir halda að einhver önnur lögmál gilda um aðra gjaldmiðla en þann sem er notaður. Efnahagslega þá endurspeglar gjaldmiðill það atvinnusvæði sem hann er notaður. Þar sem Bandaríkin hafa sjálfstæð ríki sem stjórna eigin atvinnusvæðum þá gengur dollarinn upp en einnig hafa Bandaríkin haldið úti svokölluðum olíudollar þe. að kúga þjóðir til að versla olíu með dollar. Með því náð að auka virði dollars í alþjóðaviðskiptum. Það gæti verið að breytast.

Evran hins kemur ekki til á sama hátt. Vegna miðstýringar ESB þá endurspeglar gjaldmiðilinn ekki hvert land fyrir sig. Kjarnamiðjan stendur í kringum útflutningslandið Þýskaland sem er verulega hnignandi atvinnulega séð. Þýskaland væri með réttu komið miklu neðar ef gjaldmiðilinn væri ekki að soga svona mikið frá öðrum löndum, sem þjást enn meira.

Að halda því fram að upptaka Evru muni hjálpa atvinnulífi landsins, fjölskyldum og veita stöðugleika er alger firra. Hrein og klár óskahyggja þar sem lítið fer fyrir skilningi á eðli gjaldmiðla. Við versandi atvinnuástand, ef evra er tekin upp, er aukið atvinnuleysi því engin önnur leið er til leiðréttingar. Hvernig hjálpar það fjölskyldum til lengri tíma. Þetta má t.d. sjá í Þýskalandi á síðasta ári þar sem fjöldauppsagnir voru algengar og það þrátt fyrir að evra sé miðuð út frá landinu.

Að ganga í ESB þýðir ótryggt atvinnuástand ásamt boðum og bönnum. Er það virkilega sem þjóðin er að biðja um?


Að ljúga (með þögn) sig til valda

á síðasta ári voru kosningar hér og í Bretlandi. Báðar eiga það sameiginglegt að flokkar sem komust til valda lugu sig til valda. Þetta gerðu flokkarnir ekki með orðum heldur með þögninni. Þeir einfaldlega þögðu um hluti sem síðan voru teknir upp eftir kosningar.

Breska stjórnin er í algerri katastróffu en hangir líklega lengur. Þeir eru samt að gera allt annað en sögðust ætla gera fyrir kosningar.

Mig grunar svo sterklega að það sami komi upp hér. Með því að eyða pening í þjóðaratkvæðagreiðslu og vinna að stefnun, eins og logtlagsmálum, sem eru úr sér gengnar. Ekki bætir úr skák að missa að pólitískum vendingum með því að binda sig við ESB.

Vissulega á að dæma eftir verkum en fyrstu verk þessarar stjórnar lofa ekki góðu.


Esb áróður vegna lélegra laga frá alþingi

Alveg með ólíindum að lesa þetta klambur um að bókun 35 hefði "hugsanlega" leitt af sér aðra niðurstöu. Þetta hugsanlega er ekkert annað en áróður um að koma landinu í ESB. Það er ekkert sem gefur það til kynna nema léleg lagasetningar frá alþingi.

Öll mál í kringum leyfisveitingar eru í algeru rugli og langt frá því að vera skiljanlegt. Það má endalaust toga þetta og hitt fram til að tefja málið.

Málinu verður líklega áfrýjað en það er vel hægt að sleppa hræðsluáróðri um að ESB reglur myndu hjálpa okkur. Eins og venju Samfylkingunni er ekki treystandi.


mbl.is „Getum ekki þolað að það verði niðurstaðan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnarðartillögur ríkisstjórnar eru eins og megrunarkúrar

Í flestur tilfellum virkar þetta ekki. Fyrir það fyrsta, eins og í megrunarkúr, þá er staðfestan í byrjun en freistnin er of mikil. Þegar upp er staðið verður þetta sparnaður hér og þar sem er færður í aðrar eyðslur. Sem sagt tilfærsla á fé.

Ef viljinn er til að breyta um kúrs og leggja út frá sparnaði þá er fyrsta skrefið að vilja það sjálfur. Hægt er vissulega að fá hjálp en sé viljinn ekki til staðar, þe. freistingar látnar í friði, þá verður lítið um efndir. Held geti alveg staðhæft að þetta þekkjar allir sem það reyna.

Vandamál stjórnmálamanna er freistnin og óttinn við að komast ekki aftur á þing. Þannig er mun auðveldara að lofa útgjöldum en að standa við aðhald. Fram að bankahruni á þessari öld þá fylgdi ríkisstjórn þeirri leið að greiða niður skuldir en síðan hefur lítið sést til þeirrar stefnu. Upp frá síðasta áratug hefði verið auðvelt að fylgja þessari stefnu en freistnivandinn var of mikill.

Það sama gerist núna.

Einhverjar tillögur eru settar í framkvæmd en það mun ekki lækka skuldir. Sjáið bara til.


Er veiðiráðgjöf Hafró heilög kýr

Ég er ekki hrifinn af því þegar settir eru upp afarkostir um annaðhvort eða. Þessir viðmælendur líta svo á að annaðhvort þarf að hlýta veiðiráðgjöf Hafró eða fara fram úr henni. Höldum því til haga að Hafró lofaði að auka magnið í 500 þúsund þorsktonn. Þeir hafa lægst verið með 25% af því en hæst um helming.

Nei sú stofnun notar frekar bjagaða aðferð sem segir eitthvað en alls ekki heilagan sannleika. Það má alveg gagnrýna aðferð sem notuð hefur verið í hálfa öld en engu skilað nema minna magni í veiðiráðgjöf. Hvað varð um allan fiskinn í sjónum?

Mín skoðun er að það gerist ekkert þótt strandveiðibátar afla helmingi meira. Hins vegar má amast út í það að stærri strandveiðibátar séu að sigla hringinn. Var það hugsunin sem strandveiðum? Áttu þær ekki að hjálpa byggðum og þeim sem búa á svæðinu?

Ruglandinn er mestur í því að ríkið eigi að stjórna þessu. Með tilliti til strandveiða þá hefur þetta verið aleger barstaður frá upphafi einmitt vegna stjórnunar ríkisins. Ég efast stórlega um að þeir finna eitthvað vitrænt núna frekar en fyrri daginn en 24 þús tonn hefur engin áhrif á stærð stofna í hafinu við landið.


mbl.is Kosningaloforð Ingu til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa Bretar verstu ríkisstjórn í heimi

Alveg er með ólíkindum að lesa að breska ríkisstjórnin neitar að rannsaka hópnauðganir á börnum sem áttu sér stað á löngu tímabili á þessari öld. Vissulega hefur þetta vakið mikla reiði í Bretlandi en fyrr má nú aldeis vera. Málið kom heldur ekki upp fyrr en einstaklingur fór að vekja athygli á því en síðan hefur verið reynt að ýta málinu til hliðar.

Hver afleikurinn af öðrum frá þessari ríkisstjórn.

Hvernig er hægt að snúa hlutunum svona algerlega á hvolf. Sem minnir mig á frétt í DV um að Trump vildi nýtt einræði með því að tala um ritfrelsi. Held að sumum sé bara ekki viðbjargandi.


Hin fögru fyrirheit á nýju ári

Sjálfur geri ég ekki áramótaheit en við fengum nýja ríkisstjórn í jólagjöf sem lofar öllu fögru, í orðum, en afar óljóst er hvernig á að framkvæma. Áslaug bendir réttilega á að aukinn skattheimta á iðnað hafi afleiðingar og dragi úr fjárfestingu og frumkvæði.

Sumir halda að EES samningurinn hafi gert landinu svo gott en með bókun 35 sýnir vel að þessi samningur gerir Ísland að undirsátu í samningnum. Þeir sem vilja bókun 35 tala um að jafna lagalegan rétt innan svæðisins. Með þessu er verið að fjarlægjast viðskiptasamning og búa til aðra umgjörð. Svo vill samt til að samningurinn var kynntur sem viðskiptasamningur með auknum réttindum. Þessi auknu réttindi er dýru verði keypt þar sem við þurfum að beygja okkur undir lög ESB, jafnvel þótt stjórnarskráin leyfi ekki að selja vald til annarra landa. Hvernig þetta á að ganga upp skil ég ekki.

Drottnunarburðir ESB eru það sem munu setja sambandið fram af hengibrúnni og nú þegar sjást merki þess. Bretar yfirgáfu sambandið vegna þess hvernig þeir vildu sjúga allt vald til sín á kostnað breta. Ef Ísland fer þarna inn þá verður það mergsogið á kostnað landsmanna. Annað sýnilegt er að þjóðir í austurhluta Evrópu sem hafa farið inn lenda allar í því sama. Fyrst um sinn þá batnar hagur þeirra en síðan kemur stöðnun þar sem stutt er í hnignun. Aðal ástæðan er að aldurssamsetning þjóðanna er að eldast. Það sitja of margir aldraðir eftir en unga fólkið er farið eða fæðingatíðnin lækkar svo hratt.

Við það að fara í ESB þá gerist ekki neitt nema að ný atvinnutækifæri séu sköpuð. Þá þýðir ekkert að moka inn vindmyllum og halda að það geri svo gott fyrir þjóðina. Þetta snýst um störf og að fólk geti aflað sér lífsviðurværis. Aðild að ESB skapar ekki störf.

Þessi fögru fyrirheit nýju stjórnarinnar eru bara orðin tóm og hún gerði enn verra með að taka upp bókun 35 ásamt því að vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild (ljúga að okkur að sé samningur). Ríkisstjórninni væri nær að læra að lesa hagtölur jaðarlanda ESB og átta sig á því að við fáum ekkert nema kostnað við aðild að ESB.

Ef ríkisstjórnin fer ekki að koma hreint fram, og draga úr orðaskrúðnum, þá bíða hennar ekki góður tími á næsta ári.

Þrátt fyrir ríkisstjórnina þá ætla ég að gera mitt besta að eiga góðan tíma og óska lesendum þess sama á næsta ári.


mbl.is „Ríkisstjórnin ætlar að valda óvissu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nýja ríkisstjórnin svona ómerkileg?

Alveg merkilegt hvað nýja ríkisstjórninni tekst ekki að koma sér í fjölmiðla. Það er meira skak út af hugsanlegri frestun landsfund Sjálfstæðisflokksins en hvað nýja ríkisstjórnin ætlar að áorka.

Alveg merkilegt að flokkur sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum er algerlega haldið utan fjölmiðla. Lengi vel héldu menn að þetta væri skipulagt en líklegra er að þau hafa ekkert fram að færa. Enda ljóst ef þau leyfa sér að opna munninn þá er svo auðvelt að svara því eða efast um hvað þau eru að segja.

Að Þorgerður komi og lýsi yfir áhyggjum af ástandi í Georgíu er bara hliðarfrétt sem kemur málefnum landsins lítið við.

Já það er ekki nóg að knúsast og brosa.


mbl.is Kann að vera þjóðráð að líta út fyrir þingflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband