Ríkið að eyðileggja ferðamannaiðnaðinn

Ferðamenn vilja ekki rafbíla út af því þeir vilja komast yfir lengri vegalengdir. Það næst ekki með rafbílum. Einnig að þeir vilja oft fara t.d. fáfarna sveitavegi en þar er engin leið að búa til rafrænt tengikerfi.

Vitleysan er að halda að rafbílar séu eitthvað að menga minna. Jú útblásturinn sést ekki en á móti þá eru rafhlöður mjög mengandi. Nútímabílar eru mun sparneytnari en áður og á langferðum eyða þeir litlu. Þess vegna velja ferðmenn frekar þann kostinn. Getur keyrt á Höfn, gist þar, fyllt á bílinn og haldið áfram. Rafbíll hefur ekki sömu möguleika.

Loflagsmengun á Íslandi er líka svo lítil og yfirleitt blásinn út fjarska á innan við viku að þessi stefna skila engu. Það fer enginn upp á háldendið á rafmagnsbíl Auk þess að setja tengivirki út um alla trissur er léleg nýting á raforku. Raforka nýtist best þegar hún er notuð jafnt og þétt. 

Þessar hugmyndir um að neyða ferðamenn á rafbíla er dæmd til að mistakast.


mbl.is Vilja rafvæða bílaleigufyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnistaávarp forsætisráðherra

Ef einhver efast um að forsætisráðherra sé eitthvað annað en kommúnisti þá lærðu að lesa orðræðu í þessu viðtali.

Þessi orð styðja það vel enda kommúnistum vænt um að við eignumst sem minnst: „Við erum almennt á þeirri skoðun að fyrir fyrstu kaupendur sé þetta gríðarlega mikilvægt, en við höfum velt því fyrir okkur þegar fólk er komið í seinni eignir, kannski komið á miðjan aldur, hvort þetta sé besta leiðin til að styðja við húsnæðismarkað,“ 

Með öðrum orðum þá má hinn almenni launþegi ekki eignast of mikið.

Henni er líka tíðrætt um atvinnustefnu til 10 ára sem er eins kommúnísk og hægt er. Minni á að kosningar eru mk á 4ja ára fresti.

Annað kommúnískt í dag kom frá dómsmálaráðherra sem ætlar að stofna jafnréttisráð fyrir karla. Hvað er jafnréttisráð þá almennt að gera ef ekki að vinna að jafnrétti?

Innganga í ESB er ekkert annað en kommúnískir draumar um stórveldið. Verst að þær kunna ekki að lesa í ástandið en það lítur hreint hræðilega út fyrir ESB almennt.

Inga Sæland dansar kongó og heldur að einhverjir fylgi sér. Þorgerður er ein á yfirsnúning á gólfinu og Kristrún fór upp á borð og hélt að hún ætti svæðið. Síðast þegar ég vissi þá er betra að dansa í takt.


Skussalegar framkvæmdir ríkisstjórnar

Við vitum öll hamaganginn og flaustri með veiðileyfagjöldin. Svörin síðan þegar spár fóru að rætast um uppsagnir þá hefði leikskólabarn svarað betur en ráðherra. Skilningur á atvinnustarfsemi var nákvæmlega enginn í svörum hennar.

Óþarfi er að hafa mörg orð um hvernig utanríkisráðherra reynir að sökkva landinu.

Inga Sæland hreykti sér af því um daginn að hafa gert svo vel við öryrkja en nú er að koma í ljós að það verður á kostnað lífeyrissjóða og lífeyrisgreiðslna. Fólk sem hefur unnið alla sýna ævi þarf að greiða með öðrum því ríkisstjórnin er svo góð vð ákveðinn hóp.

Ekki er þó allt sem sýnist.

Framkvæmdin á þessum breytingum með öryrkja er svo illa unninn að enginn útfærsla fylgdi með látunum. Þannig lítur út fyrir að fólk sem var undir atvinnu með stuðningi fái skammtímasamning til eins árs og eigi síðan að vera almennir launamenn. Sem sagt kostnaðinum er ýtt út í atvinnustarfssemina. Það fylgdi bara ekki sú hugsun með að atvinnurekandinn sér engan hag í að hafa starfsmenn þegar hægt er að fá aðra sem vinna sömu vinnu mun hraðar. Kostnaðaraukning atvinnurekenda er betur nýtt með fullri getu starfsmanna en ekki þeirra sem þurfa stuðning.

Auðvitað fylgdi þetta ekki sögunni og reisn öryrkja að fá að vinna er ýtt til hliðar. Það er vandamál atvinnulífsins en ekki ríkisins sem þó vill hafa allt undir sinni hendi.

Meðvirkir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um þetta enda málið svo óljóst að líklega veit enginn hvernig eigi að framkvæma þessa breytingu af viti.

Í upphafi skyldi endann skoða en þessi ríkisstjórn skilur það ekki.


Tala um þjóðarmorð á þjóð sem er ekki til

HÖfum það alveg á hreinu að Palenstína er ekki til sem þjóð og hefur aldrei verið. Þjóðríkið er um 400 ára gamalt fyrirbæri. Á þeim tíma var svæði sem kallað var Palenstína undir stjórn Ottómannsveldisins. Þau yfirráð héldust fram að fyrri heimstyrjöld er Bretar tóku við keflinu fram yfir seinni heimstyrjöld. Þá tóku Sameinuðu þjóðirnar að sér svæðið og stofnuðu þjóðríkið Ísreal en ekki Palenstínu.

Hundurinn liggur nefnilega kyrfilega grafinn hjá Sameinuðu þjóðunum sem vildu ekki stofna Palenstínu, ekkert frekar en þjóðríki fyrir Kúrda. Síðari tíma lausnin reyndu að búa til þjóðríki en því var hafnað af samtökum sem stjórnuðu á svæðinu. 

Niðurstaðan er að Palenstína er ekki þjóð með þjóðríki. Að viðbættu má bæta við að flestir sem lifa á svæðinu er aðfluttir en ekki innfæddir (fyrir utan börn). Fólksfjölgun á þessari öld er langt umfram eðlilega fæðingatíðni en líklega skipta svoleiðis hlutir litlu máli á pólitískri umræðu.

Enn skondara er þegar talað er um að frelsa Palenstínu. Líklegast væri það frekar auðvelt með að úthýsa Hamas af svæði og fá inn stjórn sem inni að uppbyggingu en ekki tortýmingu. 

Einföld slagorð eru auðveldari en sannleikurinn.


Þekkirðu sögu Holtavörðuheiði

Eða sögu Fáskrúðsfjarðar ef við viljum tala um gamla milliliði. Palestína í dag hefur enga merkingu og er ekkert annað en gömul saga sem er lokið. Þó finna megi 5000 ára sögu þýðir það ekki að hafi einhverja mikilvæga hluti til samtímans. 

Höfum það á hreinu að þótt Palenstína hafi fengið miljarða þá hafa þeir ekki þróað einn einasta hlut, ólíkt Ísraelsmönnum sem hafa sýnt ótrúlegt hugvit. Þeir hafa búið til lífvænlegt samfélag á frekar ólíflenlegu svæði. 

Sögulega hafa gyðingar lítið að gera á þessu svæði. Jú Gamla testamentið lýsir svæðinu og tengingu þess en sem trúarlegt fyrirbæri þá áttu engan rétt á svæðinu, ekkert frekar en ímyndaðir Palenstínumenn. Hið rétta er að Palenstínumenn voru hirðingjar sem flökkuðu þarna um en að þetta hafi verið þjóð er algerlega yfir strikið. Kúrdar eru meiri þjóð nokkurn tíman en Palenstínumenn en það hefur enginn áhuga á þeim.

Pólitískt kjaftæði sem troðið er inn í fólk án tengingar við nokkuð raunverulegt. Ég spyr bara þekkirðu sögu Holtavörðuheiði?


Popúlista ríkisstjórn Íslands

Það er grein á visi.is um popúlisma. Greinin sem slík virðist ágæt um efnið án þess að segja til hvaða pólitísku afla er verið að vitna. Þegar efnið er lesið sést svo vel hversu popúlísk íslensk stjórnvöld eru (og hafa verið mk á þessari öld). 

Fyrir það fyrsta er talað um að búa til andstæðar fylkingar og Dagur B. lét ekki sitt eftir liggja í vikunni. Þorgerður Katrín í sólóleik inn í ESB gerir enn betur með samþykktum án aðkomu alþingis. Krístrún gat ekki verið minni og braut lög með að samþykkja framlag til Úkraínu án aðkomu alþingis. 

Líkt og lesa má úr greininni þá er svokölluð hægri öfl (sem oftast eru frekar vinstrisinnuð) sett upp sem popúlísku öflin. Hið rétta er að pólitík er popúlísk því þörfin að ná til fólks er slík að hugsjónir láta undan.

10 ára plan Kristrúnar er popúlisminn uppmálaður enda lítið innihald og stórar fyrirsagnir.


Gervigreind og rafbílar eru ósjálfbærir gagnvart orku

Þetta megin vandamál gervigreindar og rafbíla fær enga umræðu. Af stærstum hluta vegna orðræðunnar að þessir hlutir séu framtíðin. Þar sem þessir hlutir eru ósjálfbærir á orku þá setur það framtíð þeirra sem framtíðarlausn í hættu. Líkt og oft í orðræðum þá skortir langtíma framtíðarsýn en skammtímalausnir yfirtaka plássið.

Þegar orðræðan nær til lengri tíma þá springur bólan um gervigreind og líklegast vegna skort á orku. Það hefur borið á þeirri umræðu varðandi rafbíla en minna um efnisskortinn við að framleiðs bílana.

Viðskiptabólur eiga það sameiginlegt að hljómar allt voða fagurt og leysir öll mál þangað til málin eru skoðuð til lengri framtíðar.

Því miður er orðræðan ekki enn kominn til lengri framtíðar um þessi tvo hluti.

 

 


Vandamál ríkisstjórnarinnar er sama og vandamál gervigreindar

Það er búið að lofa upp í rjáfur alls konar lausnum sem engin leið er að standa við eða einfaldlega geta ekki veitt þá lausn sem lofað er.

Kjarnavandamál ríkisstjórnarinnar er loforðið um lægri vexti og lægri verðbólgu. Hins vegar eru framkvæmdar í öfuga átt og því engin leið að efna loforðið.

Með gervigreindina þá á að leysa öll störf í heiminum, nema þrjú sagði Bill Gates, sem engin leið er að standa við og í raun algerlega út úr öllu skynsömu og mannlegu. Enda loforðin hvert af öðru að fuðra upp í óskapnaði. Munum að internetbólan lofaði að allt væri mögulegt en fuðraði upp og nú tæpum 30 árum seinna og loforðið ekki einu sinni nálægt því að vera efnt. Líkt og verður með gervigreindina þegar bólan springur.

Sama gerist með ríkisstjórnina og líklega er hún við það að springa (óskhyggja mín). Hún gerir ekkert í líkingu við það sem er nálægt því sem hún lofaði en einbeitir sér að því að framkvæma sem ekki var lofað. 

Reglan að lofa engu sem ekki er hægt að standa við stendur alltaf fyrir sínu.


Leiðinlega skoðunarkúgunarfólkið

Það er alveg með ólíkindum hvað margir skoðunarkúgunarsinnar fá verkefni í stjórnsýslunni eða eru kjörnir fulltrúar. Þetta er ein myndin af því þegar talað er um að sífellt fleiri kjósi bíllausan lífsstíl. Lítill er heimur þessa fólks enda ekki þekkt fyrir að hlusta út fyrir sinn litla bergmálshelli.

Annað gott dæmi er 40 km hámarkshraði á götum. Í mörgum tilfellum er engin þörf á að lækka hámarkshraða því fáir eru á ferli og vel hægt að laga umhverfið betur að þörfum gangandi og hjólandi. Nei farin er sú leið að lækka hámarkshraða og síðan fylgist enginn með árangrinum. 

Skoðunarkúgunin snýst nefnilega um lítinn hóp sem talar sig saman og útfærir á að allir vilji þetta. Heimskulegra verður það ekki. 

Verst er að svokallaðir fjölmiðlar á Íslandi breiða út skoðunarkúginina með því að leyfa ekki andstæðum eða öðruvísi svörum að fá sama rými. 


mbl.is Kemur sér illa fyrir eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dellufullyrðingar og skrif ESB sinna

Visir.is er duglegt að birta allskonar ESB áróður og DV gengur meira segja skrefinu lengra. Flest að þessum skrifum standast engan veginn fullyrðingaflauminn og gott dæmi er í dag þegar Ágúst Ólafur Ágústsson hendir fram fulllyrðingaflaumi í 12 atriðum. Diljá Mist svarar hlut þess sem landið á að hafa innleitt af regluveldi ESB, sem er allfjarri tölum sem Ágúst hendir upp. 

Eitt það fyndnasta sem Ágúst heldur fram er tal um frjáls viðskipti í Evrópu. Þar skautar hann alveg framhjá EES samningnum og að ekki eru öll lönd Evrópu í ESB. Líklega bara smáatriði en dauðans alvara þegar hugað er að viðskiptum utan Evrópu því aðild þýðir lok á marga viðskiptasamninga sem ESB hefur ekki á sama hátt og Ísland.

Stærri brandarar um fullvelidð og stjórn sjávarútvegsmála er bara ekkert fyndinn.

Svona delluskrif og fullyrðingar um haginn af aðild í ESB munum aukast í haust og vetur. Telja sig geta boðið lægri vexti, minni verðbólgu og afnám verðtryggingar. Allt hlutir sem hægt er að framkvæma með réttri hagstjórn og hefur ekkert með ESB aðild að gera. 

Skil ekki af hverju þetta lið flytur ekki bara í ESB draumalandið. Allavega eru ansi margir Pólverjar hér á landi sem sjá þetta ekki á sama hátt.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband